Fleiri fréttir

Geðklofa stefnt vegna bílaláns

„Mér finnst það ótrúlegt ábyrgðarleysi að manni sé lánaðar tvær milljónir án þess að greiðslugeta viðkomandi sé skoðuð," segir sonur fimmtugs manns sem er haldin alvarlegum geðklofa en SP-Fjármögnun lánaði honum rúmar tvær milljónir árið 2006. Peninginn notaði maðurinn til þess að kaupa sér Citroen bifreið.

Fjármálaráðherra segir heimild fyrir kyrrsetningu eigna í lögum

Fjármálaráðherra segir ástæðu til að skoða hvers vegna eignir hafa ekki verið kyrrsettar enn. Heimildir séu fyrir því í lögum. Hann segir að Vinstri-græna vilja setja sjálfstæðar lagaheimildir sem auðvelda tímabundna kyrrsetningu eigna til að gæta hagsmuna þjóðarbúsins.

Magnús Þorsteinsson hyggst stefna Stöð 2

Magnús Þorsteinsson athafnamaður segir að frétt Stöðvar 2 frá því í gærkvöldi, þar sem því var haldið fram að hann hafi flutt mikla fjármuni frá Íslandi til skattaskjóla, í gegnum fjárfestingabankann Straum, sé helber ósannindi. Hann hafi aldrei átt fjármuni inni á reikningum í bankanum.

Iðnaðarráðherra varð ekkert vör við mótmælendur

„Ég varð ekkert vör við þetta sjálf en ég fékk þær upplýsingar frá húsvörslunni að þeir hefðu eitthvað átt við lásinn á hurðinni," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Um liðna nótt lokaði Saving Iceland aðgerðarhópur skrifstofum fyrirtækja og stofnanna sem gerst hafa meðsek um stórfelld náttúruspjöll.

Varað við ferðum óprúttinna náunga á Þjóðhátíð

Grunur leikur á að að óprúttnir náungar ætli að bjóða upp á ferðir, gegn gjaldi, á milli Landeyjarhafnar í Bakkafjöru og Vestmannaeyja um þjóðhátíðina, þar sem allar ferðir með Herjólfi og í flugi eru að verða uppseldar.

Beittu hnefalögmálum eftir Goslokahátíð

Ein líkamsárás var kærð til lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir skemmtanahald síðustu helga en um er að ræða árás sem átti sér stað á bifreiðastæðinu fyrir norðan Hásteinsblokkina.

Saving Iceland lokar ráðuneytum

Aðfaranótt þriðjudags lokaði Saving Iceland aðgerðarhópur skrifstofum fyrirtækja og stofnanna sem gerst hafa meðsek um stórfell náttúruspjöll.

Lundaveiðitímabil hálfnað

Fimm daga lundaveiðitímabil í Vestmannaeyjum er nú hálfnað en þetta er stysta veiðitímabil frá upphafi. Það stafar af því að stofninn er á undanhaldi vegna fæðuskorts, nokkur ár í röð.

Tveir grunaðir um fíkniefnaakstur í Keflavík

Tveir ökumenn voru teknir úr umferð í Keflavík í nótt grunaðir um fíkniefnaakstur. Ekki fundust fíkniefni í bílum þeirra en húsleit var gerð á heimili annars þeirra.

Langþráð rigning á Akureyri

Hellirigning var á Akureyri í nótt en stytti upp undir morgun. Aldrei þessu vant var rigningunni fagnað því varla hefur komið dropi úr lofti á Akureyri í langan tíma og var gróður orðinn mjög þurr.

Eldur í garðyrkjustöð

Töluvert tjón varð þegar eldur kom upp í garðyrkjustöð að Flúðum í Hrunamannahreppi í gærkvöldi í húsnæði, þar sem verið var að rækta græðlinga að tómataplöntum.

Dómarar þurftu lögreglufylgd af vellinum

Lögreglumenn voru kallaðir að Leiknisvelli í Breiðholti í gærkvöldi til þess aða tryggja að dómaratríóið kæmist klakklaust út í bíla sína að leik loknum.

Gott gengi í upphafi varð okkur að falli

„Eitt af því sem varð Íslandi að falli var of gott gengi í upphafi. Efnahagsumbætur eftir hrun þorsksins 1988 og opnun landsins á tíunda áratugnum gáfu landsmönnum góðan aðgang að erlendum fjármagnsmörkuðum og sköpuðu forsendur fyrir 15 ára velmegunartíma,” segir Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og forstöðumaður greiningardeildar Nýja Kaupþings. „En því miður fórum við fram úr sjálfum okkur undir lokin með hrapallegum afleiðingum.“

Tæplega 30 prósenta fjölgun gjaldþrota

Alls hafa 508 fyrir­tæki verið tekin til gjaldþrotaskipta á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 393 á sama tímabili fyrir ári. Þetta er rétt rúmlega 29 prósenta aukning á milli ára. Fjöldi gjaldþrota í júní var svipaður og fyrir ári, rétt rúmlega 90 talsins.

Engin ákvörðun um afskriftir láns Björgólfsfeðga

Ekki er búið að taka ákvörðun um afskriftir láns til Björgólfsfeðga. Lánið er til komið vegna kaupa þeirra á Landsbanka Íslands árið 2002. Þetta staðfesti Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings, í samtali við Fréttablaðið.

Loftrýmisgæslu verði hætt

Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir að leggja eigi niður Varnarmálastofnun um áramótin. Í fjárlögum næsta árs eigi að vera skýrt hvaða verkefni hennar verði lögð niður og hvert hin verði færð. Árni Þór vill leggja loftrýmis­gæslu niður.

Engin lánveitingamál borist saksóknara

Búast má við því að rannsóknum Fjármálaeftirlitsins (FME) á lánveitingum viðskiptabankanna þriggja til tengdra aðila ljúki fyrir lok ágúst, segir Gunnar Andersen, forstjóri FME.

Fyrrum samherjar neita samstarfi við Kristján á Álftanesi

Viðræður um nýjan meirihluta á Álftanesi eru hafnar. Til stendur að þrír fulltrúar Á-lista fari í samstarf við þrjá fulltrúa D-lista. Sjö bæjarfulltrúar eru á Álftanesi og myndi þá einn bæjarfulltrúi standa eftir, Kristján Sveinbjörnsson, sem áður tilheyrði Á-listanum. Guðmundur D. Gunnarsson, oddviti D-listans, staðfestir þetta.

Íslandsvinir á Appelsínbíl

Fólk Þýsku hjónin Alex og Siglinde Hornunt hafa eingöngu ferðast til Íslands frá árinu 1993 og aka nú um landið á Land Rover-jeppa sem á sér fáa líka. Þau koma til landsins að minnsta kosti einu sinni á ári og hafa fundið sinn stað í tilverunni.

Sjö nýjar minjagripaverslanir í miðbænum

Sjö nýjar minjagripaverslanir hafa opnað í miðborginni frá því í maí og eru þær nú sextán. Ef bókabúðirnar eru taldar með, sem breytast að einhverju leyti í minjagripaverslanir á sumrin, eru þær nítján. Þetta segir Helgi Hrannarr Jónsson, framkvæmdastjóri Global Refund, sem annast umsýslu Tax Free á Íslandi.

Enn enginn jarðskjálfti

Minna varð úr stóra skjálftanum sem Lára Ólafsdóttir miðill spáði í tímaritinu Vikunni en efni stóðu til.

Tveggja barna móðir flúði eftir skjálftaspá miðils

Þriggja barna móðir í Grindavík flúði heimili sitt í dag af ótta við jarðskjálfta sem spáð var í viðtali í tímaritinu Vikunni. Jarðskjálftafræðingur segir ekkert benda til að stór skjálfti sé í aðsigi.

Framkvæmdastjóri Fitch: Lán frestast ef Icesave er hafnað

Allar lánveitingar til Íslands frestast ef Alþingi samþykkir ekki Icesave. Lánin frá Norðurlöndunum eru háð endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en ekki öfugt. Þetta er mat framkvæmdastjóra hjá lánshæfismatsfyrirtækinu Fitch í London.

Íslenskir læknar greina svínaflensu símleiðis

Læknar eru sumir hverjir hættir að taka sýni vegna svínaflensunnar og greina sjúklinga á staðnum og jafnvel í gegnum síma. Tilfellum fer ört fjölgandi og hafa þrjátíu og fjórir nú smitast af flensunni hér á landi.

Óvæntur ESB stuðningur frá Bretum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins þarf að afgreiða umsókn Íslands á mettíma til þess að aðildarviðræður geti hafist í byrjun næsta árs. Utanríkisráðherra vonast til þess að svo verði.

Auðmenn forðuðu milljörðum rétt fyrir hrun

Björgólfur Thor Björgólfsson, Björgólfur Guðmundsson, Karl Wernersson og Magnús Þorsteinsson millifærðu milljarða úr Straumi yfir í erlend skattskjól á sama tíma og tilkynnt var um þjóðnýtingu Glitnis.

Sótti 47 milljónir úr Lottóinu

Heppinn karlmaður, sem vann tæpar 47 milljónir króna, í íslenska Lottóinu á laugardag, gaf sig fram við Íslenska Getspá í dag.

Ný lögreglubifreið á Sauðárkróki

Bílamiðstöð ríkislögreglustjórans stefnir að því að viðhalda endurnýjun og uppbyggingu á ökutækjum lögreglunnar eins og verið hefur á undanförnum árum samkvæmt heimasíðu lögreglunnar.

Hummer-ökumaður játar sök

Í morgun játaði Jón Kristinn Ásgeirsson að hafa ekið Hummer-bifreið á 26 ára gamlan meistaranema í lögfræði og valda honum ævarandi örkumlun í janúar síðastliðnum.

Eldur kviknaði í bíl á Flókagötu

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að Flókagötu rétt fyrir tvö í dag þar sem eldur logaði í fólksbíl. Eldurinn hafði að mestu leyti verið slökktur þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn og gekk þeim vel að ljúka við verkið. Þá var slökkviliðið kallað að húsi við Rauðarárstíg klukkan korter í eitt. Þar hafði pottur gleymst á eldavél svo mikinn reyk lagði frá eldavélinni. Enginn eldur kom þó upp í því tilfelli.

Hollensk yfirvöld um borð í smyglskútu fyrir Íslandsför

Hollensk tollayfirvöld fóru um borð í skútuna Sirtaki sem smyglaði yfir hundrað kílóum af fíkniefnum til landsins áður en þeir komu til Íslands í apríl síðastliðnum. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Fimm innbrot í Reykjavík tilkynnt lögreglu í morgun

Lögreglan fékk tilkynningu um fimm innbrot á tímabilinu sjö til ellefu í morgun. Um var að ræða fjögur innbrot í bíla með stuttu millibili í Staðarhverfinu í Grafarvogi. Auk þess var brotist inn í vinnuskúr við Holtaveg.

Guðfríður Lilja var ekki á áliti utanríkismálanefndar

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, mætti ekki á fund utanríkismálanefndar Alþingis þegar gengið var frá umsögn nefndarinnar í Icesavemálinu fyrir helgi, samkvæmt heimildum fréttastofu.

Sakborningar segja gleðikonur hafa verið skráðar fyrir Papeyjarskútunni

Þrír sakborninga í Papeyjarmálinu sem eiga að hafa siglt fíkniefnunum til Íslands neita allir sök og segjast hafa verið í tveggja vikna fríi á skútunni. Nöfn þriggja íslenskra kvenna voru skráð í áhöfn skútunnar en tveir sakborninga segja þær hafa verið gleðikonur. Þær hafi aldrei komið um borð.

Var hótað vegna Papeyjarmálsins

Jónas Árni Lúðvíksson, einn af sex sakborningum í svokölluðu Papeyjarmáli, segir að honum hafi borist hótanir vegna smyglmálsins þegar hann varð laus úr einangrunarvist í fangelsinu. Menn sem hafi komið að skipulagningu smyglsins hafi sagt honum að honum væri hollast að hafa hljótt um málið. Þetta kom fram í máli Jónasar við aðalmeðferð þess í morgun.

ESB biður framkvæmdanefndina um mat á Íslandi

Utanríkisráðherrar ESB samþykktu í morgun að vísa umsókn Íslands um aðildarviðræður til framkvæmdanefndar sambandsins. Framkvæmdanefndinni er ætlað að meta umsókn Íslands.

Sex ný svínaflensu tilfelli

Sex tilfelli verið staðfest á Íslandi af nýju inflúensunni A(H1N1) síðustu tvo sólarhringa og hefur hún því greinst hjá samtals 29 einstaklingum frá því í maí síðastliðnum.

Sjá næstu 50 fréttir