Auðmenn forðuðu milljörðum rétt fyrir hrun Gunnar Örn Jónsson skrifar 27. júlí 2009 18:24 Björgólfur Thor Björgólfsson, Björgólfur Guðmundsson, Karl Wernersson og Magnús Þorsteinsson millifærðu milljarða úr Straumi yfir í erlend skattaskjól á sama tíma og tilkynnt var um þjóðnýtingu Glitnis. Sama dag og tilkynnt var að íslenska ríkið myndi eignast 75% hlut í Glitni hófust millifærslur á peningum frá Straumi og yfir á reikninga á fjölmörgum skattaskjólseyjum. Hátt í eitt hundrað reikningar voru stofnaðir á skattaskjóleyjunum á tveimur vikum eftir þjóðnýtingu Glitnis. Björgólfsfeðgar, Karl Wernersson og Magnús Þorsteinsson voru umsvifamiklir í þessum fjármagnsflutningum. Að auki voru fluttir peningar á reikninga í eigu eignarhaldsfélaganna Samson, sem var í eigu Björgólfsfeðga og Milestone, sem var í eigu Karls og Steingríms Wernerssona. Fleiri einstaklingar og eignarhaldsfélög áttu auk þess hlut að máli. Millifærslurnar voru allar í evrum og bandaríkjadölum og hljóðaði hver millifærsla upp á hundruðir þúsunda og milljónir í viðkomandi myntum. Samkvæmt heimildum fréttastofu nam fjármagnið að minnsta kosti sjötíu milljónum evra en það eru tólf komma fimm milljarðar króna. Umræddar skattaskjólsparadísir eru meðal annars, Cayman eyjar, Tortola, Bresku jómfrúreyjarnar, Bermúda, Luxembourg og Hong Kong. Samson Global Holdings, félag í eigu Björgólfsfeðga, átti á þessum tíma ríflega þriðjung í Straumi. Björgólfur Thor var jafnframt stjórnarformaður Straums. Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson, fóru fram á þriggja milljarða króna afskrift á dögunum hjá Nýja Kaupþingi og Magnús Þorsteinsson fluttist til Rússlands skömmu áður en héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði hann gjaldþrota þann 4. maí síðastliðinn. Í byrjun þessa mánaðar var gerð húsleit í höfuðstöðvum Sjóvár og Milestone varðandi hugsanlegar ólöglegar fjárfestingar úr bótasjóði Sjóvár. Að auki var húsleit gerð á heimilum stjórnenda allra fyrrverandi stjórnarmanna Sjóvár og var umræddur Karl Wernersson þar á meðal. Nánari útsýringar um hvernig fjármagn er flutt til svokallaðra skattaskjólseyja og hvernig fela má slóð og uppruna peninga sem þangað eru fluttir má sjá á fréttavefnum Vísir.is. Tengdar fréttir Hvernig fela menn peninga í skattaskjólum - síðari hluti Önnur leið til að fela peninga í skattaskjólum er í gegnum svokallaða styrktarsjóði. 27. júlí 2009 17:45 Millifærðu milljarða í skattaskjól rétt fyrir hrun Nokkrir af ríkustu mönnum Íslands millifærðu milljarða af gjaldeyrisreikningum sínum í íslenskum banka yfir á nýstofnaða reikninga í erlendum skattaskjólum á sama tíma og tilkynnt var um þjóðnýtingu Glitnis í lok september á síðasta ári. Um er að ræða einstaklinga sem tengjast bankanum sterkum böndum. 27. júlí 2009 16:08 Hvernig fela menn peninga í skattaskjólum - fyrsti hluti Hver er ástæðan fyrir því að menn stofnuðu reikninga í skattaskjólum um leið og ríkið tók yfir 75 prósenta hlut í Glitni? 27. júlí 2009 17:16 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson, Björgólfur Guðmundsson, Karl Wernersson og Magnús Þorsteinsson millifærðu milljarða úr Straumi yfir í erlend skattaskjól á sama tíma og tilkynnt var um þjóðnýtingu Glitnis. Sama dag og tilkynnt var að íslenska ríkið myndi eignast 75% hlut í Glitni hófust millifærslur á peningum frá Straumi og yfir á reikninga á fjölmörgum skattaskjólseyjum. Hátt í eitt hundrað reikningar voru stofnaðir á skattaskjóleyjunum á tveimur vikum eftir þjóðnýtingu Glitnis. Björgólfsfeðgar, Karl Wernersson og Magnús Þorsteinsson voru umsvifamiklir í þessum fjármagnsflutningum. Að auki voru fluttir peningar á reikninga í eigu eignarhaldsfélaganna Samson, sem var í eigu Björgólfsfeðga og Milestone, sem var í eigu Karls og Steingríms Wernerssona. Fleiri einstaklingar og eignarhaldsfélög áttu auk þess hlut að máli. Millifærslurnar voru allar í evrum og bandaríkjadölum og hljóðaði hver millifærsla upp á hundruðir þúsunda og milljónir í viðkomandi myntum. Samkvæmt heimildum fréttastofu nam fjármagnið að minnsta kosti sjötíu milljónum evra en það eru tólf komma fimm milljarðar króna. Umræddar skattaskjólsparadísir eru meðal annars, Cayman eyjar, Tortola, Bresku jómfrúreyjarnar, Bermúda, Luxembourg og Hong Kong. Samson Global Holdings, félag í eigu Björgólfsfeðga, átti á þessum tíma ríflega þriðjung í Straumi. Björgólfur Thor var jafnframt stjórnarformaður Straums. Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson, fóru fram á þriggja milljarða króna afskrift á dögunum hjá Nýja Kaupþingi og Magnús Þorsteinsson fluttist til Rússlands skömmu áður en héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði hann gjaldþrota þann 4. maí síðastliðinn. Í byrjun þessa mánaðar var gerð húsleit í höfuðstöðvum Sjóvár og Milestone varðandi hugsanlegar ólöglegar fjárfestingar úr bótasjóði Sjóvár. Að auki var húsleit gerð á heimilum stjórnenda allra fyrrverandi stjórnarmanna Sjóvár og var umræddur Karl Wernersson þar á meðal. Nánari útsýringar um hvernig fjármagn er flutt til svokallaðra skattaskjólseyja og hvernig fela má slóð og uppruna peninga sem þangað eru fluttir má sjá á fréttavefnum Vísir.is.
Tengdar fréttir Hvernig fela menn peninga í skattaskjólum - síðari hluti Önnur leið til að fela peninga í skattaskjólum er í gegnum svokallaða styrktarsjóði. 27. júlí 2009 17:45 Millifærðu milljarða í skattaskjól rétt fyrir hrun Nokkrir af ríkustu mönnum Íslands millifærðu milljarða af gjaldeyrisreikningum sínum í íslenskum banka yfir á nýstofnaða reikninga í erlendum skattaskjólum á sama tíma og tilkynnt var um þjóðnýtingu Glitnis í lok september á síðasta ári. Um er að ræða einstaklinga sem tengjast bankanum sterkum böndum. 27. júlí 2009 16:08 Hvernig fela menn peninga í skattaskjólum - fyrsti hluti Hver er ástæðan fyrir því að menn stofnuðu reikninga í skattaskjólum um leið og ríkið tók yfir 75 prósenta hlut í Glitni? 27. júlí 2009 17:16 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Hvernig fela menn peninga í skattaskjólum - síðari hluti Önnur leið til að fela peninga í skattaskjólum er í gegnum svokallaða styrktarsjóði. 27. júlí 2009 17:45
Millifærðu milljarða í skattaskjól rétt fyrir hrun Nokkrir af ríkustu mönnum Íslands millifærðu milljarða af gjaldeyrisreikningum sínum í íslenskum banka yfir á nýstofnaða reikninga í erlendum skattaskjólum á sama tíma og tilkynnt var um þjóðnýtingu Glitnis í lok september á síðasta ári. Um er að ræða einstaklinga sem tengjast bankanum sterkum böndum. 27. júlí 2009 16:08
Hvernig fela menn peninga í skattaskjólum - fyrsti hluti Hver er ástæðan fyrir því að menn stofnuðu reikninga í skattaskjólum um leið og ríkið tók yfir 75 prósenta hlut í Glitni? 27. júlí 2009 17:16