Innlent

Fimm innbrot í Reykjavík tilkynnt lögreglu í morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan fékk tilkynningu um fimm innbrot á tímabilinu sjö til ellefu í morgun. Um var að ræða fjögur innbrot í bíla með stuttu millibili í Staðarhverfinu í Grafarvogi. Auk þess var brotist inn í vinnuskúr við Holtaveg. Úr bifreiðunum var stolið munum á borð við veiðistöngum og radarvörum. Lögreglan vill af þessu tilefni koma þeim skilaboðum áleiðis til fólks að vera ekki að skilja eftir lausamuni í bifreiðum sem geti freistað óprútinna aðila.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×