Innlent

Enn enginn jarðskjálfti

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Íbúar Reykjanessbæjar ættu að geta andað rólegar, en kona ein úr Grindavík yfirgaf heimili sitt af ótta við skjálftann.
Íbúar Reykjanessbæjar ættu að geta andað rólegar, en kona ein úr Grindavík yfirgaf heimili sitt af ótta við skjálftann. Mynd/GVA
Minna varð úr stóra skjálftanum sem Lára Ólafsdóttir miðill spáði í tímaritinu Vikunni en efni stóðu til.

Lára hafði spáð því að skjálftinn riði yfir í kvöld klukkan 23:15 í grennd við Krýsuvík. Samkvæmt sjálfvirkum skjálftamælingum á heimasíðu Veðurstofu Íslands hefur hins vegar enn engrar skjálftavirkni orðið vart á landinu síðan í morgun.

Skjálftaspáin hafði ollið nokkrum titringi og sagði fréttastofa frá því að móðir í Grindavík hafði flúið heimili sitt með börn sín.

Þá hafa fleiri haft samband við fréttastofu í kvöld til að spyrjast fyrir um skjálftann og haft áhyggjur af honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×