Innlent

Framkvæmdastjóri Fitch: Lán frestast ef Icesave er hafnað

Sigríður Mogensen skrifar
Allar lánveitingar til Íslands frestast ef Alþingi samþykkir ekki Icesave. Lánin frá Norðurlöndunum eru háð endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en ekki öfugt. Þetta er mat framkvæmdastjóra hjá lánshæfismatsfyrirtækinu Fitch í London.

Sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sagði í samtali við fréttablaðið um helgina að lán sjóðsins til Íslands sé tengt lausn Icesave deilunnar í gegnum lánin frá Norðurlöndunum.

Hann segir að sjóðurinn þurfi tryggingu á því að lánin frá Norðurlandaþjóðunum séu til reiðu áður en önnur úthlutun lánsins frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á sér stað.

Paul Rawkins er framkvæmdastjóri hjá lánshæfismatsfyrirtækinu Fitch í London. Hann telur að allar lánveitingar til Íslands frestist ef Alþingi hafnar Icesave samningunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×