Fleiri fréttir Seinn í flug á tæplega 200 Tveir erlendir ferðamenn voru stöðvaðir á Reykjanesbraut í gær, eftir að lögregla hafði mælt bíl þeirra á miklum hraða. Annar mældist á tæplega 190 kílómetra hraða í gærdag og gaf þá skýringu að hann væri að missa af flugi, sem reyndin varð. 27.7.2009 07:06 Fjármálaráðherra: Við komumst betur út úr þessu en óttast var „Vélarnar eru í fullum gangi,“ er haft eftir Steingrími J. Sigfússyni á vef breska blaðsins Telegraph. Telegraph segir raunar að hið sama eigi við um Steingrím J. Sigfússon sem hafi í síðustu viku komið á fót þremur nýjum bönkum í stað þeirra gömlu. Hagkerfið sé að komast í eðlilegt horf að nýju. 26.7.2009 22:00 Rúmir 23 milljarðar hafa þegar fallið á Íslendinga vegna Icesave Um tuttugu og þrír milljarðar króna hafa nú þegar fallið á Íslendinga í formi vaxta vegna Icesave, þrátt fyrir að Alþingi eigi eftir að samþykkja ríkisábyrgð á lánum frá Bretum og Hollendingum. Vextir hafa safnast upp frá því í janúar. Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður, segir það fráleitt skilyrði að lán beri vexti löngu áður en samið er um lántökuna. 26.7.2009 18:30 Færð á vegum: Mótorhjólamenn beðnir að aka ekki um Þrengslin Vegna vegavinnu við Þrengslaveg eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát og er vélhjólaökumönnum bent á að aka frekar veginn um Hellisheiði, samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. 26.7.2009 20:35 Ekki líklegt að skólum á Íslandi verði lokað vegna svínaflensu Sóttvarnarlæknir telur ólíklegt að skólum og stofnunum verði lokað í haust vegna svínaflensunnar, en segir embættið hins vegar búið undir þannig aðstæður. Engin fyrirmæli eru um samkomubann um verslunarmannahelgina, en þeim er ráðlagt að halda sig heima sem eru með inflúensulík einkenni. 26.7.2009 18:34 Segir þrjá ráðgjafa fjárlaganefndar vanhæfa Þingmaður Framsóknarflokksins í fjárlaganefnd segir þrjá ráðgjafa sem nefndin hafi kallað til sín fullkomlega vanhæfa og hlutdræga þar sem þeir sitji ýmist í samninganefndinni, sem gerði Icesave samkomulagið við Breta, eða komu að samningagerðinni. Í samningnum skuldbindi þeir sig til að fylgja því eftir að hann verði samþykktur á Alþingi. 26.7.2009 18:31 Harmar að nokkrir stjórnarmenn VR vilji úr ASÍ Forseti Alþýðusambands Íslands segist harma það að nokkrir stjórnamanna í VR vilji að félagið segi sig úr sambandinu. Hann segir samstöðu launþegahreyfingarinnar afar mikilvæga á þessum tímum. 26.7.2009 18:54 Ók á 188 á Reykjanesbraut Í hádeginu var ökumaður stöðvaður á Reykjanesbrautinni á 188 kílómetra hraða, þar sem hámarkshraðinn er 90. Hann reyndist einnig vera ölvaður við aksturinn. Hann var færður á lögreglustöðina við Hringbraut þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. 26.7.2009 17:32 Sárnaði ummæli svila síns Eiginkona mannsins sem gekk berserksgang að Haukabergi á Barðaströnd í fyrrinótt, er afar ósátt við ummæli svila síns í garð eiginmanns hennar. Hún segir málið eiga sér lengri og flóknari sögu – ekkert réttlæti þó gjörðir eiginmannsins. Hún segir mann sinn barngóðan. 26.7.2009 15:27 Fyrsta aflanum landað í Bakkafjöruhöfn Fyrsta aflanum í nýrri Bakkafjöruhöfn var landað í gær. Rúm sextíu ár eru liðin frá því að síðasta afla var landað á Landeyjarsandi. Aflinn, þrír þorskar, liggur nú í nætursalti. 26.7.2009 13:53 Erilsamt á Góðri stundu Töluverður erill var hjá lögreglunni á Grundarfirði í nótt vegna ölvunar og óspekta en þar stendur yfir bæjarhátíðin á Góðri stundu. Hátt í tvö þúsund manns eru í bænum vegna hennar. 26.7.2009 09:53 Mikil ölvun á Mærudögum Lögreglan á Húsavík hafði í nógu að snúast í nótt en um helgina hafa staðið yfir Mærudagar þar í bæ. Að sögn lögreglu er margt fólk í bænum í tengslum við hátíðina og var mikið um ölvun og smápústra í nótt. Enginn mun þó vera í haldi lögreglu eftir nóttina. 26.7.2009 09:49 Reynt að brjótast inn í Árbæjarkirkju Erilsamt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og gistu ellefu manns fangageymslur. Töluverð ölvun var í miðbænum og voru fimm teknir fyrir ölvunarakstur og einn fyrir fíkniefnaakstur. 26.7.2009 09:45 Berserksgangur á Barðaströnd hluti af fjölskylduerjum - myndir Maðurinn sem handtekinn var af sérsveit lögreglunnar á Barðaströnd í fyrrinótt, rústaði hús sem er í eigu systra hans. Systurnar höfðu nýverið keypt húsið af móður sinni. Mágur mannsins segir börnin sín ekki lengur þora að koma með barnabörnin á staðinn vegna mannsins. Maðurinn er laus úr haldi lögreglu. 26.7.2009 00:01 Ók nærri á höfuð tjaldbúa við Garðskagavita Ölvaður ökumaður ók inn á tjaldsvæðið við Garðskagavita í Garði í nótt og staðnæmdist á tjaldi eins tjaldbúans, sem vaknaði upp við bifreiðina þegar dekkið var um 20 cm. frá höfði hans. Ökumaðurinn og farþegi, sem var í bifreiðinni voru handteknir skömmu síðar af lögreglunni á Suðurnesjum og gistu fangageymslur lögreglunnar. Farþeginn, sem einnig var ölvaður er grunaður um að hafa ekið bifreiðinni frá tjaldsvæðinu. Þeir voru yfirheyrðir þegar áfengisvíman var runnin af þeim. 25.7.2009 19:02 Hollensk stjórnvöld höfðu aftur samband við utanríkisráðuneytið Hollensk stjórnvöld settu sig í samband við utanríkisráðuneytið í gær til að lýsa yfir áhyggjum af frestun Alþingis á afgreiðslu Icesave málsins. Sérstakur sendifulltrúi á vegum utanríkisráðuneytisins fundaði með hollenskum embættismönnum í vikunni vegna málsins. 25.7.2009 18:30 Mögulegt að VR fari út úr ASÍ Rætt hefur verið meðal nokkurra stjórnarmanna í VR að félagið fari út úr ASÍ meðal annars vegna þess að það þyki of kostnaðarsamt. Formaður VR segir það vel koma til greina, þó taka þurfi slíka ákvörðun að vandlega íhuguðu máli. 25.7.2009 18:45 Einkafyrirtæki sinnir minniháttar umferðaróhöppum Einkarekið fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem starfar fyrir tryggingafélögin sinnir nú minniháttar umferðaróhöppum í stað lögreglunnar. Fyrirtækið sinnti hátt í þrjú þúsund óhöppum í fyrra. 25.7.2009 18:28 Allt bendir til að aðildarumsókn Íslands verði samþykkt Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir allt benda til þess að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði samþykkt á fundi utanríkisráðherra sambandsins á mánudag. Ekki er að vænta andstöðu frá Bretum og Hollendingum. Aðild Íslands getur styrkt Evrópusambandið að mati utanríkisráðherra Litháen. 25.7.2009 18:06 Leiðrétting vegna fréttar um einelti Í frétt sem birtist á Vísi.is í gær og fjallaði um eineltismál á alþingi var rætt við Helgu Björk Magnúsdóttur, sem er í samstarfshópi um vinnuvernd á Íslandi varðandi einelti. Í niðurlagi fréttarinnar var því haldið fram að Helga væri ekki ókunnug einelti þar sem sonur hennar hefði svipt sig lífi í kjölfar eineltis. 25.7.2009 17:08 Víkingasveit yfirbugaði Barðastrandarbyssumann 2002 Maðurinn sem sérsveit lögreglu yfirbugaði á Barðaströnd í morgun hefur áður komið við sögu lögreglu vegna svipaðra mála. Hann var yfirbugaður af Víkingasveit lögreglunnar í ágúst 2002 eftir þriggja klukkustunda umsátur fyrir utan heimili mannsins á Álftanesi. 25.7.2009 15:06 Býður lambalæri í fundarlaun fyrir stolið fellihýsi Formaður Landsambands sauðfjárbænda býður veglegt lambalæri í fundarlaun fyrir þá sem finna fellihýsi sem stolið var af honum um síðustu helgi. Hann segir fundarlaunin afar freistandi og hefur ekki trú á öðru að fólk hafi augun hjá sér. 25.7.2009 13:24 Sprengjuárás við lögreglustöð í Afganistan í morgun Sjálfsmorðssprengjuárás varð í morgun við lögreglustöð í borginni Khost sem er í austurhluta Afganistan. Engar fregnir eru af dauðsföllum enn sem komið er en talið er að einhverjir hafi særst í árásinni. 25.7.2009 13:15 Landhelgisgæslan siglir til móts við hollenska skútu Landhelgisgæslunnu bárust boð kringum kvöldmatarleyti í gærkvöldi um gervihnött vegna hollenskrar skútu á leið frá Grænlandi til Íslands sem átti í vandræðum þar sem mastur skútunnar brotnaði í slæmu veðri daginn áður. 25.7.2009 12:55 Ráðið niðurlögum elds í Hátúni - myndir Tekist hefur að ráða niðurlögum eldsins sem kom upp í íþróttahúsi Íþróttafélags fatlaðra í morgun. Eldurinn kviknaði laust upp úr klukkan tíu í morgun. Upptök eldsins má rekja til þess að iðnaðarmaður var að vinna með eld við þéttingar á þaki hússins. Maðurinn slapp ómeiddur en hann var einn í húsinu. 25.7.2009 12:10 Eldur í þaki íþróttahúss fatlaðra Eldur kviknaði á þaki íþróttahúss Íþróttafélags fatlaðra að Hátúni 14 í morgun og allar stöðvar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eru nú á vettvangi. 25.7.2009 10:47 Nauðlenti á flugvellinum í Mosfellsbæ Enginn slasaðist þegar lítil flugvél nauðlenti á flugvellinum í Mosfellsbæ rétt eftir klukkan tíu í gærkvöldi. Að sögn rannsóknanefndar flugslysa hlekktist vélinni á í flugtaki. Rannsóknanefndin mun skoða vélina nánar í dag. 25.7.2009 10:07 Heitavatnslaust í Grafarvogi Bilun varð á aðveituæð heitavatnsins við Dalhús í Grafarvogi og er af þeim sökum heitavatnslaust á Grafarvogssvæðinu. Unnið er að viðgerð og búist við að vatnið verði komið á um hádegisbil. 25.7.2009 09:59 Slegist við höfnina á Húsavík Töluverð ölvun var á Húsavík í nótt og erilsamt var hjá lögreglu vegna bæjarhátíðarinnar Mærudaga sem nú stendur yfir. Stöðva þurfti minniháttar ryskingar sem komu upp við höfnina og tilkynningar bárust lögreglu vegna ölvunar. Tveir bílar voru dældaðir en sá sem það gerði var gripinn stuttu seinna. Hátt í fimmtán hundruð manns eru staddir í bænum yfir helgina og fór hátíðin vel fram að sögn lögreglu. 25.7.2009 09:48 Rólegt á höfuðborgarsvæðinu Rólegt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Lögreglan var þrisvar sinnum kölluð til vegna ryskinga milli manna í miðbæ Reykjavíkur. Þá voru tveir teknir fyrir ölvunarakstur og einn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Engin alvarleg atvik komu þó á borð lögreglunnar en tveir menn fengu að gista fangageymslur vegna ölvunar. 25.7.2009 09:45 Byssumaður gekk berserksgang á Barðaströnd Lögreglunni á vestfjörðum barst tilkynning um miðnætti að maður gengi berserksgang á Barðaströnd, vopnaður skotvopni. Lögreglan á Ísafirði og Patreksfirði fór á staðinn en einnig var óskað aðstoðar sérsveitar lögreglu sem flutt var vestur með þyrlu Landhelgisgæslunnar. 25.7.2009 09:41 Stækkun Evrópusambandsins frá 1957 Í Evrópusambandinu eru 27 lönd. Sambandið á upphaf sitt að rekja til Kola- og stálbandalags Evrópu, sem stofnað var árið 1951. Í bandalaginu voru Ítalía, Frakkland, Vestur-Þýskaland, Holland, Belgía og Lúxemborg. Árið 1957 skrifuðu löndin undir samning um efnahagslega samvinnu og var þá kominn vísir að ESB. 25.7.2009 08:00 Seðlabanki Evrópu bakhjarl krónunnar Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir fjölmargar leiðir færar fyrir Seðlabanka Evrópu að aðstoða Seðlabanka Íslands í gjaldeyrismálum. „Það má í sjálfu sér ímynda sér margvíslegar leiðir til þess en þær myndu flestar fela í sér með einum eða öðrum hætti að evrópski seðlabankinn stuðlaði að virkum viðskiptum með krónur.“ 25.7.2009 07:00 Mikill fengur að magni og gæðum „Heyskapur hefur gengið mjög vel sunnanlands og að mestu leyti um vestan- og norðanvert landið. Ég veit hins vegar að uppskeran er minni norðaustanlands enda var þar eitthvað um kal í túnum.“ Þetta segir Sigurður Loftsson, bóndi á Steinsholti í Gnúpverjahreppi og formaður Landssambands kúabænda. 25.7.2009 06:30 Líta á þetta sem þjóðþrifamál „Við miðum við að það taki um tíu daga að klára þetta og þetta verður því tilbúið eftir verslunarmannahelgina,“ svarar Gunnar Ólafur Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, spurningu um hversu langan tíma það taki fyrir stofnunina að skila áliti um Icesave. 25.7.2009 05:00 25 til 31 fulltrúi sitji stjórnlagaþingið Stjórnlagaþing kostar minnst 362,3 milljónir og mest 442 milljónir samkvæmt frumvarpi sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lagði fram á þingi í gær. Gert er ráð fyrir að starfstími þingsins verði átta til ellefu mánuðir. Kostar hver mánuður um 30 milljónir króna auk þess sem stofnkostnaður verður um 38 milljónir króna. Þriðji kostnaðarliðurinn, um 50 milljónir, er kostnaður við að útbúa og dreifa kynningarefni um frambjóðendur. 25.7.2009 04:00 Launabarátta sem skilaði sér Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á þriðjudag að greiða flokksstjórum í Vinnuskóla þar í bæ 15 klukkustunda yfirvinnu á tímabilinu júní til júlí. Einnig verður þeim boðið að framlengja ráðningarsamninga sína til 7. ágúst. Þetta var gert til að koma til móts við kröfur flokksstjóranna sem töldu sig hlunnfarna í launamálum. 25.7.2009 03:15 Enn einn gróðureldurinn Slökkvilið Grindavíkur barst tilkynning um gróðurelda í mosa, austan Kleifarvatns, um sjöleytið í kvöld. Það kraumar í mosa á svæðinu sem er töluvert utan alfaraleiðar og er slökkvistarf því afar erfitt. Björgunarsveitin Þorbjörn aðstoðar á vettvangi. 24.7.2009 23:51 Eldur í Esjunni Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um gróðureld í Esjunni um klukkan hálf átta í kvöld. Um var að ræða gróðureld í lágggróðri og mosa. Eldurinn var nokkuð ofarlega í fjallinu og á töluverðu svæði, slökkvistarfi er nú lokið. 24.7.2009 21:49 Samtök hinsegin stúdenta við H.Í. skora á utanríkisráðherra Samtök hinsegin stúdenta við Háskóla Íslands vill, í tilefni af heimsókn utanríkisráðherra Litháen, Vygaudas Usackas, lýsa áhyggjum sínum yfir nýlegri löggjöf sem var samþykkt á litháíska þinginu þann 16. júní síðastliðinn. Samtökin skora á Össur Skarphéðinsson, að vekja athygli á afstöðu Íslands til þessa málefnis 24.7.2009 19:57 Fyrrum upplýsingafulltrúi kærður til sérstaks saksóknara Benedikt Sigurðsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Kaupþings, hefur verið kærður til sérstaks saksóknara fyrir að hafa sent efnislega rangan tölvupóst til fjölmiðla í blekkingarskyni. 24.7.2009 18:49 Grunnþjónusta lögreglunnar mun ekki skerðast Yfirbygging lögreglunnar verður minnkuð og tryggt að grunnþjónusta skerðist ekki, segir dómsmálaráðherra. Lögreglumaður fullyrðir að ekki hafi verið hægt að sinna fimm útköllum í fyrrinótt vegna manneklu og anna. 24.7.2009 18:38 Tenging á milli lána frá NIB til Íslands og afgreiðslu Icesave „Það virðist tvímælalaust vera tenging á milli lána frá Norræna fjárfestingabankanum til Íslands og afgreiðslu Icesave,“ þetta segir Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra. Hann segir það ekki vinabragð hjá Norðurlandaþjóðunum að beita sér með þessum hætti. 24.7.2009 18:32 Grunnur lagður að nýrri sókn í íslensku atvinnulífi Ríkisstjórnin hefur samþykkt að unnið verði áfram að verkáætlun um hvernig best verði lagður grunnur að nýrri sókn í íslensku atvinnulífi og samfélagi. Verkefnið er liður í efnahagslegri endurreisn þjóðarinnar og hefur að markmiði að Ísland skipi sér á ný í fremstu röð í verðmætasköpun, menntun, velferð og sönnum lífgæðum. 24.7.2009 17:49 Bíl hvolfdi við árekstur við Höfðabakkabrú Árekstur varð við Höfðabakkabrú, í Reykjavík, nú rúmlega fimm. Tveir bílar lentu í árekstri með þeim afleiðingum að annar bíllinn lenti á hvolfi 24.7.2009 17:42 Sjá næstu 50 fréttir
Seinn í flug á tæplega 200 Tveir erlendir ferðamenn voru stöðvaðir á Reykjanesbraut í gær, eftir að lögregla hafði mælt bíl þeirra á miklum hraða. Annar mældist á tæplega 190 kílómetra hraða í gærdag og gaf þá skýringu að hann væri að missa af flugi, sem reyndin varð. 27.7.2009 07:06
Fjármálaráðherra: Við komumst betur út úr þessu en óttast var „Vélarnar eru í fullum gangi,“ er haft eftir Steingrími J. Sigfússyni á vef breska blaðsins Telegraph. Telegraph segir raunar að hið sama eigi við um Steingrím J. Sigfússon sem hafi í síðustu viku komið á fót þremur nýjum bönkum í stað þeirra gömlu. Hagkerfið sé að komast í eðlilegt horf að nýju. 26.7.2009 22:00
Rúmir 23 milljarðar hafa þegar fallið á Íslendinga vegna Icesave Um tuttugu og þrír milljarðar króna hafa nú þegar fallið á Íslendinga í formi vaxta vegna Icesave, þrátt fyrir að Alþingi eigi eftir að samþykkja ríkisábyrgð á lánum frá Bretum og Hollendingum. Vextir hafa safnast upp frá því í janúar. Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður, segir það fráleitt skilyrði að lán beri vexti löngu áður en samið er um lántökuna. 26.7.2009 18:30
Færð á vegum: Mótorhjólamenn beðnir að aka ekki um Þrengslin Vegna vegavinnu við Þrengslaveg eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát og er vélhjólaökumönnum bent á að aka frekar veginn um Hellisheiði, samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. 26.7.2009 20:35
Ekki líklegt að skólum á Íslandi verði lokað vegna svínaflensu Sóttvarnarlæknir telur ólíklegt að skólum og stofnunum verði lokað í haust vegna svínaflensunnar, en segir embættið hins vegar búið undir þannig aðstæður. Engin fyrirmæli eru um samkomubann um verslunarmannahelgina, en þeim er ráðlagt að halda sig heima sem eru með inflúensulík einkenni. 26.7.2009 18:34
Segir þrjá ráðgjafa fjárlaganefndar vanhæfa Þingmaður Framsóknarflokksins í fjárlaganefnd segir þrjá ráðgjafa sem nefndin hafi kallað til sín fullkomlega vanhæfa og hlutdræga þar sem þeir sitji ýmist í samninganefndinni, sem gerði Icesave samkomulagið við Breta, eða komu að samningagerðinni. Í samningnum skuldbindi þeir sig til að fylgja því eftir að hann verði samþykktur á Alþingi. 26.7.2009 18:31
Harmar að nokkrir stjórnarmenn VR vilji úr ASÍ Forseti Alþýðusambands Íslands segist harma það að nokkrir stjórnamanna í VR vilji að félagið segi sig úr sambandinu. Hann segir samstöðu launþegahreyfingarinnar afar mikilvæga á þessum tímum. 26.7.2009 18:54
Ók á 188 á Reykjanesbraut Í hádeginu var ökumaður stöðvaður á Reykjanesbrautinni á 188 kílómetra hraða, þar sem hámarkshraðinn er 90. Hann reyndist einnig vera ölvaður við aksturinn. Hann var færður á lögreglustöðina við Hringbraut þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. 26.7.2009 17:32
Sárnaði ummæli svila síns Eiginkona mannsins sem gekk berserksgang að Haukabergi á Barðaströnd í fyrrinótt, er afar ósátt við ummæli svila síns í garð eiginmanns hennar. Hún segir málið eiga sér lengri og flóknari sögu – ekkert réttlæti þó gjörðir eiginmannsins. Hún segir mann sinn barngóðan. 26.7.2009 15:27
Fyrsta aflanum landað í Bakkafjöruhöfn Fyrsta aflanum í nýrri Bakkafjöruhöfn var landað í gær. Rúm sextíu ár eru liðin frá því að síðasta afla var landað á Landeyjarsandi. Aflinn, þrír þorskar, liggur nú í nætursalti. 26.7.2009 13:53
Erilsamt á Góðri stundu Töluverður erill var hjá lögreglunni á Grundarfirði í nótt vegna ölvunar og óspekta en þar stendur yfir bæjarhátíðin á Góðri stundu. Hátt í tvö þúsund manns eru í bænum vegna hennar. 26.7.2009 09:53
Mikil ölvun á Mærudögum Lögreglan á Húsavík hafði í nógu að snúast í nótt en um helgina hafa staðið yfir Mærudagar þar í bæ. Að sögn lögreglu er margt fólk í bænum í tengslum við hátíðina og var mikið um ölvun og smápústra í nótt. Enginn mun þó vera í haldi lögreglu eftir nóttina. 26.7.2009 09:49
Reynt að brjótast inn í Árbæjarkirkju Erilsamt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og gistu ellefu manns fangageymslur. Töluverð ölvun var í miðbænum og voru fimm teknir fyrir ölvunarakstur og einn fyrir fíkniefnaakstur. 26.7.2009 09:45
Berserksgangur á Barðaströnd hluti af fjölskylduerjum - myndir Maðurinn sem handtekinn var af sérsveit lögreglunnar á Barðaströnd í fyrrinótt, rústaði hús sem er í eigu systra hans. Systurnar höfðu nýverið keypt húsið af móður sinni. Mágur mannsins segir börnin sín ekki lengur þora að koma með barnabörnin á staðinn vegna mannsins. Maðurinn er laus úr haldi lögreglu. 26.7.2009 00:01
Ók nærri á höfuð tjaldbúa við Garðskagavita Ölvaður ökumaður ók inn á tjaldsvæðið við Garðskagavita í Garði í nótt og staðnæmdist á tjaldi eins tjaldbúans, sem vaknaði upp við bifreiðina þegar dekkið var um 20 cm. frá höfði hans. Ökumaðurinn og farþegi, sem var í bifreiðinni voru handteknir skömmu síðar af lögreglunni á Suðurnesjum og gistu fangageymslur lögreglunnar. Farþeginn, sem einnig var ölvaður er grunaður um að hafa ekið bifreiðinni frá tjaldsvæðinu. Þeir voru yfirheyrðir þegar áfengisvíman var runnin af þeim. 25.7.2009 19:02
Hollensk stjórnvöld höfðu aftur samband við utanríkisráðuneytið Hollensk stjórnvöld settu sig í samband við utanríkisráðuneytið í gær til að lýsa yfir áhyggjum af frestun Alþingis á afgreiðslu Icesave málsins. Sérstakur sendifulltrúi á vegum utanríkisráðuneytisins fundaði með hollenskum embættismönnum í vikunni vegna málsins. 25.7.2009 18:30
Mögulegt að VR fari út úr ASÍ Rætt hefur verið meðal nokkurra stjórnarmanna í VR að félagið fari út úr ASÍ meðal annars vegna þess að það þyki of kostnaðarsamt. Formaður VR segir það vel koma til greina, þó taka þurfi slíka ákvörðun að vandlega íhuguðu máli. 25.7.2009 18:45
Einkafyrirtæki sinnir minniháttar umferðaróhöppum Einkarekið fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem starfar fyrir tryggingafélögin sinnir nú minniháttar umferðaróhöppum í stað lögreglunnar. Fyrirtækið sinnti hátt í þrjú þúsund óhöppum í fyrra. 25.7.2009 18:28
Allt bendir til að aðildarumsókn Íslands verði samþykkt Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir allt benda til þess að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði samþykkt á fundi utanríkisráðherra sambandsins á mánudag. Ekki er að vænta andstöðu frá Bretum og Hollendingum. Aðild Íslands getur styrkt Evrópusambandið að mati utanríkisráðherra Litháen. 25.7.2009 18:06
Leiðrétting vegna fréttar um einelti Í frétt sem birtist á Vísi.is í gær og fjallaði um eineltismál á alþingi var rætt við Helgu Björk Magnúsdóttur, sem er í samstarfshópi um vinnuvernd á Íslandi varðandi einelti. Í niðurlagi fréttarinnar var því haldið fram að Helga væri ekki ókunnug einelti þar sem sonur hennar hefði svipt sig lífi í kjölfar eineltis. 25.7.2009 17:08
Víkingasveit yfirbugaði Barðastrandarbyssumann 2002 Maðurinn sem sérsveit lögreglu yfirbugaði á Barðaströnd í morgun hefur áður komið við sögu lögreglu vegna svipaðra mála. Hann var yfirbugaður af Víkingasveit lögreglunnar í ágúst 2002 eftir þriggja klukkustunda umsátur fyrir utan heimili mannsins á Álftanesi. 25.7.2009 15:06
Býður lambalæri í fundarlaun fyrir stolið fellihýsi Formaður Landsambands sauðfjárbænda býður veglegt lambalæri í fundarlaun fyrir þá sem finna fellihýsi sem stolið var af honum um síðustu helgi. Hann segir fundarlaunin afar freistandi og hefur ekki trú á öðru að fólk hafi augun hjá sér. 25.7.2009 13:24
Sprengjuárás við lögreglustöð í Afganistan í morgun Sjálfsmorðssprengjuárás varð í morgun við lögreglustöð í borginni Khost sem er í austurhluta Afganistan. Engar fregnir eru af dauðsföllum enn sem komið er en talið er að einhverjir hafi særst í árásinni. 25.7.2009 13:15
Landhelgisgæslan siglir til móts við hollenska skútu Landhelgisgæslunnu bárust boð kringum kvöldmatarleyti í gærkvöldi um gervihnött vegna hollenskrar skútu á leið frá Grænlandi til Íslands sem átti í vandræðum þar sem mastur skútunnar brotnaði í slæmu veðri daginn áður. 25.7.2009 12:55
Ráðið niðurlögum elds í Hátúni - myndir Tekist hefur að ráða niðurlögum eldsins sem kom upp í íþróttahúsi Íþróttafélags fatlaðra í morgun. Eldurinn kviknaði laust upp úr klukkan tíu í morgun. Upptök eldsins má rekja til þess að iðnaðarmaður var að vinna með eld við þéttingar á þaki hússins. Maðurinn slapp ómeiddur en hann var einn í húsinu. 25.7.2009 12:10
Eldur í þaki íþróttahúss fatlaðra Eldur kviknaði á þaki íþróttahúss Íþróttafélags fatlaðra að Hátúni 14 í morgun og allar stöðvar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eru nú á vettvangi. 25.7.2009 10:47
Nauðlenti á flugvellinum í Mosfellsbæ Enginn slasaðist þegar lítil flugvél nauðlenti á flugvellinum í Mosfellsbæ rétt eftir klukkan tíu í gærkvöldi. Að sögn rannsóknanefndar flugslysa hlekktist vélinni á í flugtaki. Rannsóknanefndin mun skoða vélina nánar í dag. 25.7.2009 10:07
Heitavatnslaust í Grafarvogi Bilun varð á aðveituæð heitavatnsins við Dalhús í Grafarvogi og er af þeim sökum heitavatnslaust á Grafarvogssvæðinu. Unnið er að viðgerð og búist við að vatnið verði komið á um hádegisbil. 25.7.2009 09:59
Slegist við höfnina á Húsavík Töluverð ölvun var á Húsavík í nótt og erilsamt var hjá lögreglu vegna bæjarhátíðarinnar Mærudaga sem nú stendur yfir. Stöðva þurfti minniháttar ryskingar sem komu upp við höfnina og tilkynningar bárust lögreglu vegna ölvunar. Tveir bílar voru dældaðir en sá sem það gerði var gripinn stuttu seinna. Hátt í fimmtán hundruð manns eru staddir í bænum yfir helgina og fór hátíðin vel fram að sögn lögreglu. 25.7.2009 09:48
Rólegt á höfuðborgarsvæðinu Rólegt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Lögreglan var þrisvar sinnum kölluð til vegna ryskinga milli manna í miðbæ Reykjavíkur. Þá voru tveir teknir fyrir ölvunarakstur og einn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Engin alvarleg atvik komu þó á borð lögreglunnar en tveir menn fengu að gista fangageymslur vegna ölvunar. 25.7.2009 09:45
Byssumaður gekk berserksgang á Barðaströnd Lögreglunni á vestfjörðum barst tilkynning um miðnætti að maður gengi berserksgang á Barðaströnd, vopnaður skotvopni. Lögreglan á Ísafirði og Patreksfirði fór á staðinn en einnig var óskað aðstoðar sérsveitar lögreglu sem flutt var vestur með þyrlu Landhelgisgæslunnar. 25.7.2009 09:41
Stækkun Evrópusambandsins frá 1957 Í Evrópusambandinu eru 27 lönd. Sambandið á upphaf sitt að rekja til Kola- og stálbandalags Evrópu, sem stofnað var árið 1951. Í bandalaginu voru Ítalía, Frakkland, Vestur-Þýskaland, Holland, Belgía og Lúxemborg. Árið 1957 skrifuðu löndin undir samning um efnahagslega samvinnu og var þá kominn vísir að ESB. 25.7.2009 08:00
Seðlabanki Evrópu bakhjarl krónunnar Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir fjölmargar leiðir færar fyrir Seðlabanka Evrópu að aðstoða Seðlabanka Íslands í gjaldeyrismálum. „Það má í sjálfu sér ímynda sér margvíslegar leiðir til þess en þær myndu flestar fela í sér með einum eða öðrum hætti að evrópski seðlabankinn stuðlaði að virkum viðskiptum með krónur.“ 25.7.2009 07:00
Mikill fengur að magni og gæðum „Heyskapur hefur gengið mjög vel sunnanlands og að mestu leyti um vestan- og norðanvert landið. Ég veit hins vegar að uppskeran er minni norðaustanlands enda var þar eitthvað um kal í túnum.“ Þetta segir Sigurður Loftsson, bóndi á Steinsholti í Gnúpverjahreppi og formaður Landssambands kúabænda. 25.7.2009 06:30
Líta á þetta sem þjóðþrifamál „Við miðum við að það taki um tíu daga að klára þetta og þetta verður því tilbúið eftir verslunarmannahelgina,“ svarar Gunnar Ólafur Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, spurningu um hversu langan tíma það taki fyrir stofnunina að skila áliti um Icesave. 25.7.2009 05:00
25 til 31 fulltrúi sitji stjórnlagaþingið Stjórnlagaþing kostar minnst 362,3 milljónir og mest 442 milljónir samkvæmt frumvarpi sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lagði fram á þingi í gær. Gert er ráð fyrir að starfstími þingsins verði átta til ellefu mánuðir. Kostar hver mánuður um 30 milljónir króna auk þess sem stofnkostnaður verður um 38 milljónir króna. Þriðji kostnaðarliðurinn, um 50 milljónir, er kostnaður við að útbúa og dreifa kynningarefni um frambjóðendur. 25.7.2009 04:00
Launabarátta sem skilaði sér Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á þriðjudag að greiða flokksstjórum í Vinnuskóla þar í bæ 15 klukkustunda yfirvinnu á tímabilinu júní til júlí. Einnig verður þeim boðið að framlengja ráðningarsamninga sína til 7. ágúst. Þetta var gert til að koma til móts við kröfur flokksstjóranna sem töldu sig hlunnfarna í launamálum. 25.7.2009 03:15
Enn einn gróðureldurinn Slökkvilið Grindavíkur barst tilkynning um gróðurelda í mosa, austan Kleifarvatns, um sjöleytið í kvöld. Það kraumar í mosa á svæðinu sem er töluvert utan alfaraleiðar og er slökkvistarf því afar erfitt. Björgunarsveitin Þorbjörn aðstoðar á vettvangi. 24.7.2009 23:51
Eldur í Esjunni Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um gróðureld í Esjunni um klukkan hálf átta í kvöld. Um var að ræða gróðureld í lágggróðri og mosa. Eldurinn var nokkuð ofarlega í fjallinu og á töluverðu svæði, slökkvistarfi er nú lokið. 24.7.2009 21:49
Samtök hinsegin stúdenta við H.Í. skora á utanríkisráðherra Samtök hinsegin stúdenta við Háskóla Íslands vill, í tilefni af heimsókn utanríkisráðherra Litháen, Vygaudas Usackas, lýsa áhyggjum sínum yfir nýlegri löggjöf sem var samþykkt á litháíska þinginu þann 16. júní síðastliðinn. Samtökin skora á Össur Skarphéðinsson, að vekja athygli á afstöðu Íslands til þessa málefnis 24.7.2009 19:57
Fyrrum upplýsingafulltrúi kærður til sérstaks saksóknara Benedikt Sigurðsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Kaupþings, hefur verið kærður til sérstaks saksóknara fyrir að hafa sent efnislega rangan tölvupóst til fjölmiðla í blekkingarskyni. 24.7.2009 18:49
Grunnþjónusta lögreglunnar mun ekki skerðast Yfirbygging lögreglunnar verður minnkuð og tryggt að grunnþjónusta skerðist ekki, segir dómsmálaráðherra. Lögreglumaður fullyrðir að ekki hafi verið hægt að sinna fimm útköllum í fyrrinótt vegna manneklu og anna. 24.7.2009 18:38
Tenging á milli lána frá NIB til Íslands og afgreiðslu Icesave „Það virðist tvímælalaust vera tenging á milli lána frá Norræna fjárfestingabankanum til Íslands og afgreiðslu Icesave,“ þetta segir Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra. Hann segir það ekki vinabragð hjá Norðurlandaþjóðunum að beita sér með þessum hætti. 24.7.2009 18:32
Grunnur lagður að nýrri sókn í íslensku atvinnulífi Ríkisstjórnin hefur samþykkt að unnið verði áfram að verkáætlun um hvernig best verði lagður grunnur að nýrri sókn í íslensku atvinnulífi og samfélagi. Verkefnið er liður í efnahagslegri endurreisn þjóðarinnar og hefur að markmiði að Ísland skipi sér á ný í fremstu röð í verðmætasköpun, menntun, velferð og sönnum lífgæðum. 24.7.2009 17:49
Bíl hvolfdi við árekstur við Höfðabakkabrú Árekstur varð við Höfðabakkabrú, í Reykjavík, nú rúmlega fimm. Tveir bílar lentu í árekstri með þeim afleiðingum að annar bíllinn lenti á hvolfi 24.7.2009 17:42