Innlent

Guðfríður Lilja var ekki á áliti utanríkismálanefndar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir mætti ekki á fund utanríkismálanefndar. Mynd/ Pjetur.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir mætti ekki á fund utanríkismálanefndar. Mynd/ Pjetur.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, mætti ekki á fund utanríkismálanefndar Alþingis þegar gengið var frá umsögn nefndarinnar í Icesavemálinu fyrir helgi, samkvæmt heimildum fréttastofu.

Árni Þór Sigurðsson, formaður nefndarinnar, sat fundinn fyrir VG ásamt Álfheiði Ingadóttur, sem sat hann í fjarveru Guðfríðar Lilju. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná sambandi við Guðfríði Lilju síðan að málið var afgreitt úr utanríkismálanefnd en án árangurs.

Guðfríður Lilja hefur lýst efasemdum gagnvart Icesavesamningnum. Það hefur Lilja Mósesdóttir samflokkskona hennar líka gert en hún var fjarverandi þegar málið var afgreitt úr efnahags- og skattanefnd á miðvikudag. Aðspurð sagði Lilja þá að ef hún hefði kosið gegn málinu hefði það þýtt að hún væri að segja sig úr stjórnarliðinu. Ekki væri rétt að blanda Icesave málinu saman við ríkisstjórnarmynstur á þessu stigi málsins.


Tengdar fréttir

Vék sæti frekar en að kjósa gegn meirihlutanum

Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, kaus að kalla inn varamann á nefndarfund efnahags- og skattanefndar í dag frekar en að kjósa gegn meirihlutaáliti nefndarinnar um Icesave-frumvarpið.

Skylt að sækja nefndafundi samkvæmt lögum

Samkvæmt lögum um þingsköp Alþingis er þingmönnum skylt að sækja alla nefndafundi nema nauðsyn banni. Forfallist þeir svo nauðsyn krefji er þingflokki þingmannsins heimilt að tilnefna annan þingmann sem varamann um stundarsakir til setu í nefnd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×