Fleiri fréttir Heita á stuðningi við ríkisstjórnina verði Icesave frumvarp fellt Formaður Framsóknarflokksins segir að stjórnarandstaðan eigi að gefa ríkisstjórninni grið ef andstaða stjórnarþingmanna við Icesave verði til þess að fella ríkisábyrgð vegna samningsins á Alþingi, að öðrum kosti verði ríkisstjórnin að fara frá. 30.6.2009 19:57 Ekið á hjólreiðamann við Hringbraut Ekið var á hjólreiðamann á móts við Landspítalann á Hringbraut á níunda tímanum í kvöld. Lögregla og sjúkrabíl komu á staðinn en sá er fyrir bílnum varð stóð upp að sjálfsdáðum og mun taldi ekki þörf á því flytja sig á sjúkrahús til nánari aðhlynningar. 30.6.2009 22:33 Hátekjuskattur leggst ekki á hjón heldur einstaklinga Hátekjuskatturinn leggst ekki á hjón heldur einstaklinga. Því geta hjón með tæplega fjórtán hundruð þúsund krónur í mánaðartekjur sloppið við hátekjuskatt á meðan hjón undir milljón í sameiginlegar tekjur geta þurft að greiða hátekjuskatt. 30.6.2009 19:00 Viðskiptaráðherra segir Ísland vel ráða við afborganir vegna Icesave Fjármálaráðherra segir að gögn sem fylgja með Icesave frumvarpinu sýni að engin önnur niðurstaða sé í boði. Viðskiptaráðherra segir að skuldbindingin sé íslensku efnahagslífi alls ekki ofviða. 30.6.2009 18:44 Icesave-frumvarp lagt fram Frumvarp um ábyrgð ríkissjóðs vegna Icesave var lagt fram nú fyrir stundu. Hart hefur verið deilt um frumvarpið en á blaðamannafundi sagði Steingrímur J. Sigfússon að niðurstaðan væri ásættanlegt. 30.6.2009 17:09 Hópuppsagnir hjá Reykjalundi-Plastiðnaði ehf. Fyrirtækið Reykjalundur-Plastiðnaður ehf. í Mosfellsbæ hefur sagt upp svo til öllu starfsfólki sínu í dag og í gær. Gísli Ólafsson, stjórnarformaður fyrirtækisins, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu, en hann telur að um 42 einstaklingar missi vinnuna. Um er að ræða hópuppsögn. 30.6.2009 16:25 Lyfjasamstarf Noregs og Íslands kannað Heilbrigðisráðherra Noregs, Bjarne Hákon Hansen ákvað á óformlegum fundi með Ögmundi Jónassyni, heilbrigðisráðherra Íslands, að setja niður starfshóp sem á að kortleggja samstarf landanna á sviði lyfjamála. 30.6.2009 16:10 Á topp Esjunnar þrátt fyrir mikil veikindi „Viljinn og jákvætt hugarfar koma manni áfram. Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi, erfiðleikar eru bara til að yfirstíga þá og styrkja mann. Ég er hæstánægð og það er bara eintóm gleði hér við rætur Esjunnar,“ sagði Björk Andersen sem gekk á Esjuna í dag ásamt átta öðrum fjallgöngumönnum. 30.6.2009 15:36 Hótaði að skjóta mann með fjárbyssu Rétt rúmlega sextugur bóndi nálægt Hellu var dæmdur fyrir að hóta sveitungi sínum og fyrir vopnalagabrot. 30.6.2009 14:59 Rændur, laminn og stunginn með skrúfjárni í Kaupmannahöfn „Ég var á leiðinni heim úr afmælispartýi hjá vini mínum og vantaði ekki nema um það bil 300 metra upp á að vera kominn heim," segir hinn 28 ára gamli Ási Heimisson sem var rændur og stunginn í lærið þegar hann var á gangi á Rantzausgade í Nörrebro í Danmörku á laugardaginn. 30.6.2009 13:57 Stjórnlagaþing kostar 360 milljónir Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fyrir Alþingi frumvarp forsætisráðherra um ráðgefandi stjórnlagaþing til samræmis við 100 daga áætlun stjórnarinnar. Áætlað er að stjórnlagaþingið kosti um 360 milljónir. 30.6.2009 20:52 Smíði Hvítárbrúar við Flúðir komin á fullt skrið Fyrstu undirstöður nýrrar Hvítárbrúar við Flúðir í Árnessýslu voru reknar niður í árfarveginn í dag. Verktakinn segir það guðsgjöf að hafa hreppt verkið og oddviti Bláskógabyggðar segir brúna verða mikilvæga þvertengingu fyrir uppsveitir Suðurlands. 30.6.2009 18:41 Renault Scénic stolið úr Breiðholti Silfurlituðum Renault Scénic var stolið úr P-stæði við Æsufell 4 í Breiðholti í morgun eða nótt. Eigandi bílsins tók eftir þessu um níu leytið í morgun en hefur ekki hugmynd um á hvenær bílnum var stolið. 30.6.2009 14:49 Þingmaður: Alþingi eins og skólastofa Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður samfylkingarinnar, tók samþingmenn sína á hinu háa Alþingi á teppið í dag, en henni þótti ólæti og framíköll hafa keyrt um þverbak. 30.6.2009 14:33 Sviku út staðsetningatæki á kostnað björgunarsveitar Par á þrítugsaldrinum voru dæmd í eins og tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að svíkja meðal annars út GPS staðsetningartæki á kostnað Björgunarsveitarinnar Kyndils á Kirkjubæjarklaustri. Staðsetningatækin voru keypt af R.Sigmundssyni. 30.6.2009 14:32 Álfheiður Ingadóttir vill ekki þjóðaratkvæði um Icesave Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna, vill ekki að Icesave-málið fari fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta fullyrti hún í umræðum um störf þingsins í dag. 30.6.2009 14:12 Evrópumálið þokast áfram á þingi Búist er við að tillögur stjórnar og stjórnarandstöðu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu verði sameinaðar í utanríkismálanefnd og komist til seinni umræðu á alþingi á fyrstu dögum júlímánaðar. 30.6.2009 12:33 Leynd létt af Icesave Forsætisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í Alþingishúsinu klukkan 16:30 í dag. Á fundinum verður leynd aflétt af tugum skjala sem varða Icesave málið og fram eru lögð á Alþingi. Að auki verður fjallað um frumvarp fjármálaráðherra þar sem leitað er samþykkis Alþingis fyrir ríkisábyrgð lána vegna málsins. 30.6.2009 12:31 Friðarhlaup hefst á morgun Tuttugu og fimm hlauparar frá fimmtán þjóðlöndum taka þátt í friðarhlaupinu sem hefst á morgun. Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, ræsir hlauparana hjá gervigrasinu í Laugardal klukkan 11 í fyrramálið. 30.6.2009 12:30 Tinna Gunnlaugsdóttir sækist eftir endurskipun Alls sóttu tíu manns um stöðu þjóðleikhússstjóra, en umsóknarfrestur rann út klukkan 16 síðastliðinn föstudag. Ein umsókn var dregin til baka. Menntamálaráðherra skipar þjóðleikhússtjóra í embætti til fimm ára í senn, frá og með 1. janúar 2010. Í embætti þjóðleikhússtjóra skal skipaður einstaklingur með menntun á sviði lista og staðgóða þekkingu á starfi leikhúsa. 30.6.2009 12:02 Ferjusiglingar Herjólfs ekki hluti af þjóðvegi Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að Eimskipi er heimilt að taka gjald af ferjusiglingum á milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja. 30.6.2009 12:02 Ríkisstjórnin vel á veg komin Ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar hefur afgreitt 32 af 48 málum sem eru á hundrað daga lista hennar samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Fimmtíu dagar eru síðan ríkisstjórnin hófst handa. 30.6.2009 11:39 Rýmingaræfing í Turninum Mikill viðbúnaður er fyrir utan Turninn í Kópavogi en þar má sjá slökkviliðsbíla og sjúkrabíl. Þegar haft var samband við slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu kom í ljós að ekki var allt eins og sýndist. Nú fer nefnilega fram rýmingaæfing samkvæmt varðstjóra slökkviliðsins. 30.6.2009 10:08 Kristján Ara með 893 milljóna kúlulán Kaupþing lánaði starfsfólki sínu samtals 47,3 milljarða til hlutabréfakaupa í bankanum árið 2006. Þetta kemur fram í DV í dag en blaðið hefur lánabækur bankans frá árinu 2006 undir höndum. Í blaðinu er meðal annars greint frá því að Kristján Arason, þáverandi framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs hafi fengið 893 milljónir að láni í formi svokallaðs kúluláns. 30.6.2009 10:04 Björgunarsveit leitaði að ferðamanni Björgunarsveitarmenn frá Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit leituðu í gær að ferðamanni sem hafði ekki skilað sér á tilsettum tíma í skála. 30.6.2009 07:05 Hálaunafólk þiggur bætur Dæmi eru um að hálaunafólk, sem vinnur minna en fulla vinnu vegna skerts starfshlutfalls, sæki um tekjutengdar atvinnuleysisbætur frá Atvinnuleysistryggingasjóði til viðbótar launum sínum. Enn sem komið er eru engin ákvæði sem kveða á um að laun fólks þurfi að vera undir ákveðnu marki til að það geti sótt um hlutabæturnar. Þetta segir segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Í nóvember síðastliðnum samþykkti Alþingi lagabreytingu sem veitir heimild til að greiða fólki í hlutastarfi tekjutengdar atvinnuleysisbætur í lengri tíma en áður. 30.6.2009 06:00 Fyrirtæki þingmanna skila ársreikningi illa Af 52 félögum sem núverandi alþingismenn tengjast eiga 15 enn eftir að skila inn ársreikningi fyrir árið 2007 til ásreikningaskrár. Skilafrestur rann út 31. ágúst 2008. 30.6.2009 05:15 Erfiðar ráðstafanir en óumflýjanlegar Alþingi Frumvarp ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í ríkisfjármálum, svonefndur bandormur, var samþykktur á Alþingi í gær. Frumvarpið kveður á um skattahækkanir og samdrátt í ríkisútgjöldum og miðar að því að bæta afkomu ríkissjóðs um 22 milljarða króna á þessu ári og 63 milljarða á því næsta. 30.6.2009 05:00 Meintir ofbeldisbræður lausir Tveimur meintum ofbeldisbræðrum hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. Annar þeirra hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 29. júní vegna alvarlegs líkamsárásarmáls í Smáíbúðahverfi 21. júní. Sá síðari var handtekinn fyrir helgi, sterklega grunaður um að tengjast málinu. Að loknum yfirheyrslum yfir honum var báðum bræðrunum sleppt. 30.6.2009 04:45 Ungmenni björguðu kajakræðara úr sjó „Ég vil þakka þeim sérstaklega fyrir sem stóðu að björguninni. Ungmennin stóðu sig frábærlega," segir Hafþór Óskar Viðarsson, sem hvolfdi kajak sínum í Stórhöfðavíkinni í Vestmannaeyjum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Þrjú ungmenni sem af tilviljun voru stödd í víkinni á örsmáum árabáti urðu Hafþórs vör, björguðu honum upp í bátinn og sigldu til lands. 30.6.2009 04:15 Kröfuhafar fá kannski forkaupsrétt Hugsanlegt er að tveir ríkisbankanna verði komnir, að einhverju eða jafnvel öllu leyti, í eigu erlendra aðila 17. júlí. Þetta sagði Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra á Alþingi í gær. 30.6.2009 04:15 Endurreisnarsjóður í burðarliðnum á ný „Við erum að vinna skipulega að því að koma fjárfestingasjóði á koppinn í anda þeirra hugmynda sem komið höfðu fram. Það má segja að sú vinna sé komin í fastar skorður á nýjan leik,“ segir Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, um stofnun Fjárfestingasjóðs Íslands. Vinna við stofnun sjóðs til að styðja við lífvænleg fyrirtæki í vanda hófst skömmu eftir hrunið í október. Sú vinna féll niður í vetur en hófst aftur nýlega. 30.6.2009 04:00 Réttindi í stað launahækkana Kjaraviðræður opinberra starfsmanna og viðsemjenda þeirra hefjast í dag. Ljóst er að ekki er mikið tóm fyrir launahækkanir nema þá á lægstu laun. Árni Stefán Jónsson, starfandi formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, vill að samið verði um aukin réttindi til handa starfsmönnum. 30.6.2009 03:30 Barnaklám og glæpastarfsemi Norrænir dómsmálaráðherrar ræddu barnaklám, norrænt lögreglusamstarf og skipulagða glæpastarfsemi á fundi á Hótel Rangá á Suðurlandi í gær. Auk þess var rætt um úrræði sem gripið hefur verið til vegna bankahrunsins á Íslandi. 30.6.2009 03:00 Yfir 250 manns hafa sótt um Fiskistofu hafa borist yfir 250 umsóknir um strandveiðileyfi og er unnið hörðum höndum að því að yfirfara þær og gefa út leyfi. Þeir fyrstu gátu hafið veiðar á sunnudag. Sjötíu leyfi hafa þegar verið veitt. 30.6.2009 02:45 Arnarvarp heppnaðist vel Arnarvarp er talið hafa gengið ágætlega í vor samanborið við undanfarin ár. Samtals fundust hreiður 44 arnarpara en heildarfjöldi para í stofninum er um 65. Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands munu á næstu dögum fljúga yfir varpsvæði arna og kanna hverjir þeirra hafi komið upp ungum. Síðustu ár hafa oftast 23-25 pör komið einum til tveimur ungum á legg, þar af um þriðjungur tveimur ungum. 30.6.2009 02:00 Íslendingur stunginn í Kaupmannahöfn Tæplega þrítugur Íslendingur var stunginn með hníf og rændur við Rantzausgade á Norðurbrú í Kaupmannahöfn síðustu nótt. Maðurinn var stunginn í tvígang í lærið og var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild. Hann er ekki í lífshættu. 29.6.2009 22:27 Gagnrýnir samningsdrög milli HS Orku og Reykjanesbæjar Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri í Grindavík, og Petrína Baldursdóttir, formaður bæjarráðs hafa sent frá sér yfirlýsingu fyrir hönd Grindavíkurbæjar vegna yfirlýstra samningsdraga milli HS Orku hf. og Reykjanesbæjar um landakaup í lögsögu Grindavíkur. 29.6.2009 23:00 Troðfullt út úr dyrum á borgarafundi um Icesave Troðfullt var út úr dyrum á opnum borgarafundi sem fram fór Iðnó í kvöld. Fundurinn var á vegum Indefence hópsins. Á fundinum líkti rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson ástandinu á Íslandi við óhreint almenningssalerni. 29.6.2009 22:06 Vélsleði brann í Granaskjóli Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að Granaskjóli 34 fyrir stundu vegna vélsleða sem stóð á björtu báli á plani hússins. Nærliggjandi götum var lokað meðan á slökkvistarfinu stóð en talsverður reykur var vegna brunans. 29.6.2009 19:20 Dregið úr tilkynningum um vændi eftir efnahagshrunið Verulega hefur dregið úr tilkynningum til lögreglunnar um vændissölu hér á landi það sem af er þessu ári. Lögreglan telur líklegt að erlendar vændiskonur vilji síður koma hingað til lands eftir efnhagshrunið. 29.6.2009 18:58 Verklok tónlistar- og ráðstefnuhúss velta á uppsetningu glerhjúps Áætluð verklok tónlistar- og ráðstefnuhússins við Reykjavíkurhöfn velta á uppsetningu glerhjúps sem mun umlykja húsið. Um eitt og hálft ár tekur að setja hann upp en gert er ráð fyrir að byggingarnar verði tilbúnar í febrúar 2011. 29.6.2009 18:41 Mótorhjólaslys í Garðabæ Mótorhjólaslys varð við Akrabraut í Garðabæ fyrir skemmstu. Einn maður slasaðist að því er best er vitað og var farið með hann á Landspítalann í Fossvogi. 29.6.2009 17:29 Loksins komið líf í ufsaveiðarnar Ísfisktogarinn Ásbjörn RE er nú á ufsaveiðum en skipið kom til hafnar sl. fimmtudagskvöld og fór út að nýju um helgina. Það bar helst til tíðinda í síðustu veiðiferð að ufsinn gaf sig loksins til en ufsaafli togaranna hefur verið með tregara móti það sem af er árinu, að því er segir á heimasíðu HB Granda um veiðarnar. 29.6.2009 18:30 Sigurður Ólason laus úr gæsluvarðhaldi Sigurður Hilmar Ólason er laus úr haldi lögreglu en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 9. júní. Sigurður var handtekinn í tengslum við rannsókn á umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem talið var að alþjóðleg glæpasamtök væru komin með annan fótinn til Íslands. Rannsókn þess teygði anga sína til þrettán landa. Sigurður hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. júlí en var látin laus í dag. 29.6.2009 18:18 Sjá næstu 50 fréttir
Heita á stuðningi við ríkisstjórnina verði Icesave frumvarp fellt Formaður Framsóknarflokksins segir að stjórnarandstaðan eigi að gefa ríkisstjórninni grið ef andstaða stjórnarþingmanna við Icesave verði til þess að fella ríkisábyrgð vegna samningsins á Alþingi, að öðrum kosti verði ríkisstjórnin að fara frá. 30.6.2009 19:57
Ekið á hjólreiðamann við Hringbraut Ekið var á hjólreiðamann á móts við Landspítalann á Hringbraut á níunda tímanum í kvöld. Lögregla og sjúkrabíl komu á staðinn en sá er fyrir bílnum varð stóð upp að sjálfsdáðum og mun taldi ekki þörf á því flytja sig á sjúkrahús til nánari aðhlynningar. 30.6.2009 22:33
Hátekjuskattur leggst ekki á hjón heldur einstaklinga Hátekjuskatturinn leggst ekki á hjón heldur einstaklinga. Því geta hjón með tæplega fjórtán hundruð þúsund krónur í mánaðartekjur sloppið við hátekjuskatt á meðan hjón undir milljón í sameiginlegar tekjur geta þurft að greiða hátekjuskatt. 30.6.2009 19:00
Viðskiptaráðherra segir Ísland vel ráða við afborganir vegna Icesave Fjármálaráðherra segir að gögn sem fylgja með Icesave frumvarpinu sýni að engin önnur niðurstaða sé í boði. Viðskiptaráðherra segir að skuldbindingin sé íslensku efnahagslífi alls ekki ofviða. 30.6.2009 18:44
Icesave-frumvarp lagt fram Frumvarp um ábyrgð ríkissjóðs vegna Icesave var lagt fram nú fyrir stundu. Hart hefur verið deilt um frumvarpið en á blaðamannafundi sagði Steingrímur J. Sigfússon að niðurstaðan væri ásættanlegt. 30.6.2009 17:09
Hópuppsagnir hjá Reykjalundi-Plastiðnaði ehf. Fyrirtækið Reykjalundur-Plastiðnaður ehf. í Mosfellsbæ hefur sagt upp svo til öllu starfsfólki sínu í dag og í gær. Gísli Ólafsson, stjórnarformaður fyrirtækisins, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu, en hann telur að um 42 einstaklingar missi vinnuna. Um er að ræða hópuppsögn. 30.6.2009 16:25
Lyfjasamstarf Noregs og Íslands kannað Heilbrigðisráðherra Noregs, Bjarne Hákon Hansen ákvað á óformlegum fundi með Ögmundi Jónassyni, heilbrigðisráðherra Íslands, að setja niður starfshóp sem á að kortleggja samstarf landanna á sviði lyfjamála. 30.6.2009 16:10
Á topp Esjunnar þrátt fyrir mikil veikindi „Viljinn og jákvætt hugarfar koma manni áfram. Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi, erfiðleikar eru bara til að yfirstíga þá og styrkja mann. Ég er hæstánægð og það er bara eintóm gleði hér við rætur Esjunnar,“ sagði Björk Andersen sem gekk á Esjuna í dag ásamt átta öðrum fjallgöngumönnum. 30.6.2009 15:36
Hótaði að skjóta mann með fjárbyssu Rétt rúmlega sextugur bóndi nálægt Hellu var dæmdur fyrir að hóta sveitungi sínum og fyrir vopnalagabrot. 30.6.2009 14:59
Rændur, laminn og stunginn með skrúfjárni í Kaupmannahöfn „Ég var á leiðinni heim úr afmælispartýi hjá vini mínum og vantaði ekki nema um það bil 300 metra upp á að vera kominn heim," segir hinn 28 ára gamli Ási Heimisson sem var rændur og stunginn í lærið þegar hann var á gangi á Rantzausgade í Nörrebro í Danmörku á laugardaginn. 30.6.2009 13:57
Stjórnlagaþing kostar 360 milljónir Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fyrir Alþingi frumvarp forsætisráðherra um ráðgefandi stjórnlagaþing til samræmis við 100 daga áætlun stjórnarinnar. Áætlað er að stjórnlagaþingið kosti um 360 milljónir. 30.6.2009 20:52
Smíði Hvítárbrúar við Flúðir komin á fullt skrið Fyrstu undirstöður nýrrar Hvítárbrúar við Flúðir í Árnessýslu voru reknar niður í árfarveginn í dag. Verktakinn segir það guðsgjöf að hafa hreppt verkið og oddviti Bláskógabyggðar segir brúna verða mikilvæga þvertengingu fyrir uppsveitir Suðurlands. 30.6.2009 18:41
Renault Scénic stolið úr Breiðholti Silfurlituðum Renault Scénic var stolið úr P-stæði við Æsufell 4 í Breiðholti í morgun eða nótt. Eigandi bílsins tók eftir þessu um níu leytið í morgun en hefur ekki hugmynd um á hvenær bílnum var stolið. 30.6.2009 14:49
Þingmaður: Alþingi eins og skólastofa Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður samfylkingarinnar, tók samþingmenn sína á hinu háa Alþingi á teppið í dag, en henni þótti ólæti og framíköll hafa keyrt um þverbak. 30.6.2009 14:33
Sviku út staðsetningatæki á kostnað björgunarsveitar Par á þrítugsaldrinum voru dæmd í eins og tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að svíkja meðal annars út GPS staðsetningartæki á kostnað Björgunarsveitarinnar Kyndils á Kirkjubæjarklaustri. Staðsetningatækin voru keypt af R.Sigmundssyni. 30.6.2009 14:32
Álfheiður Ingadóttir vill ekki þjóðaratkvæði um Icesave Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna, vill ekki að Icesave-málið fari fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta fullyrti hún í umræðum um störf þingsins í dag. 30.6.2009 14:12
Evrópumálið þokast áfram á þingi Búist er við að tillögur stjórnar og stjórnarandstöðu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu verði sameinaðar í utanríkismálanefnd og komist til seinni umræðu á alþingi á fyrstu dögum júlímánaðar. 30.6.2009 12:33
Leynd létt af Icesave Forsætisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í Alþingishúsinu klukkan 16:30 í dag. Á fundinum verður leynd aflétt af tugum skjala sem varða Icesave málið og fram eru lögð á Alþingi. Að auki verður fjallað um frumvarp fjármálaráðherra þar sem leitað er samþykkis Alþingis fyrir ríkisábyrgð lána vegna málsins. 30.6.2009 12:31
Friðarhlaup hefst á morgun Tuttugu og fimm hlauparar frá fimmtán þjóðlöndum taka þátt í friðarhlaupinu sem hefst á morgun. Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, ræsir hlauparana hjá gervigrasinu í Laugardal klukkan 11 í fyrramálið. 30.6.2009 12:30
Tinna Gunnlaugsdóttir sækist eftir endurskipun Alls sóttu tíu manns um stöðu þjóðleikhússstjóra, en umsóknarfrestur rann út klukkan 16 síðastliðinn föstudag. Ein umsókn var dregin til baka. Menntamálaráðherra skipar þjóðleikhússtjóra í embætti til fimm ára í senn, frá og með 1. janúar 2010. Í embætti þjóðleikhússtjóra skal skipaður einstaklingur með menntun á sviði lista og staðgóða þekkingu á starfi leikhúsa. 30.6.2009 12:02
Ferjusiglingar Herjólfs ekki hluti af þjóðvegi Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að Eimskipi er heimilt að taka gjald af ferjusiglingum á milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja. 30.6.2009 12:02
Ríkisstjórnin vel á veg komin Ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar hefur afgreitt 32 af 48 málum sem eru á hundrað daga lista hennar samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Fimmtíu dagar eru síðan ríkisstjórnin hófst handa. 30.6.2009 11:39
Rýmingaræfing í Turninum Mikill viðbúnaður er fyrir utan Turninn í Kópavogi en þar má sjá slökkviliðsbíla og sjúkrabíl. Þegar haft var samband við slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu kom í ljós að ekki var allt eins og sýndist. Nú fer nefnilega fram rýmingaæfing samkvæmt varðstjóra slökkviliðsins. 30.6.2009 10:08
Kristján Ara með 893 milljóna kúlulán Kaupþing lánaði starfsfólki sínu samtals 47,3 milljarða til hlutabréfakaupa í bankanum árið 2006. Þetta kemur fram í DV í dag en blaðið hefur lánabækur bankans frá árinu 2006 undir höndum. Í blaðinu er meðal annars greint frá því að Kristján Arason, þáverandi framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs hafi fengið 893 milljónir að láni í formi svokallaðs kúluláns. 30.6.2009 10:04
Björgunarsveit leitaði að ferðamanni Björgunarsveitarmenn frá Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit leituðu í gær að ferðamanni sem hafði ekki skilað sér á tilsettum tíma í skála. 30.6.2009 07:05
Hálaunafólk þiggur bætur Dæmi eru um að hálaunafólk, sem vinnur minna en fulla vinnu vegna skerts starfshlutfalls, sæki um tekjutengdar atvinnuleysisbætur frá Atvinnuleysistryggingasjóði til viðbótar launum sínum. Enn sem komið er eru engin ákvæði sem kveða á um að laun fólks þurfi að vera undir ákveðnu marki til að það geti sótt um hlutabæturnar. Þetta segir segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Í nóvember síðastliðnum samþykkti Alþingi lagabreytingu sem veitir heimild til að greiða fólki í hlutastarfi tekjutengdar atvinnuleysisbætur í lengri tíma en áður. 30.6.2009 06:00
Fyrirtæki þingmanna skila ársreikningi illa Af 52 félögum sem núverandi alþingismenn tengjast eiga 15 enn eftir að skila inn ársreikningi fyrir árið 2007 til ásreikningaskrár. Skilafrestur rann út 31. ágúst 2008. 30.6.2009 05:15
Erfiðar ráðstafanir en óumflýjanlegar Alþingi Frumvarp ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í ríkisfjármálum, svonefndur bandormur, var samþykktur á Alþingi í gær. Frumvarpið kveður á um skattahækkanir og samdrátt í ríkisútgjöldum og miðar að því að bæta afkomu ríkissjóðs um 22 milljarða króna á þessu ári og 63 milljarða á því næsta. 30.6.2009 05:00
Meintir ofbeldisbræður lausir Tveimur meintum ofbeldisbræðrum hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. Annar þeirra hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 29. júní vegna alvarlegs líkamsárásarmáls í Smáíbúðahverfi 21. júní. Sá síðari var handtekinn fyrir helgi, sterklega grunaður um að tengjast málinu. Að loknum yfirheyrslum yfir honum var báðum bræðrunum sleppt. 30.6.2009 04:45
Ungmenni björguðu kajakræðara úr sjó „Ég vil þakka þeim sérstaklega fyrir sem stóðu að björguninni. Ungmennin stóðu sig frábærlega," segir Hafþór Óskar Viðarsson, sem hvolfdi kajak sínum í Stórhöfðavíkinni í Vestmannaeyjum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Þrjú ungmenni sem af tilviljun voru stödd í víkinni á örsmáum árabáti urðu Hafþórs vör, björguðu honum upp í bátinn og sigldu til lands. 30.6.2009 04:15
Kröfuhafar fá kannski forkaupsrétt Hugsanlegt er að tveir ríkisbankanna verði komnir, að einhverju eða jafnvel öllu leyti, í eigu erlendra aðila 17. júlí. Þetta sagði Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra á Alþingi í gær. 30.6.2009 04:15
Endurreisnarsjóður í burðarliðnum á ný „Við erum að vinna skipulega að því að koma fjárfestingasjóði á koppinn í anda þeirra hugmynda sem komið höfðu fram. Það má segja að sú vinna sé komin í fastar skorður á nýjan leik,“ segir Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, um stofnun Fjárfestingasjóðs Íslands. Vinna við stofnun sjóðs til að styðja við lífvænleg fyrirtæki í vanda hófst skömmu eftir hrunið í október. Sú vinna féll niður í vetur en hófst aftur nýlega. 30.6.2009 04:00
Réttindi í stað launahækkana Kjaraviðræður opinberra starfsmanna og viðsemjenda þeirra hefjast í dag. Ljóst er að ekki er mikið tóm fyrir launahækkanir nema þá á lægstu laun. Árni Stefán Jónsson, starfandi formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, vill að samið verði um aukin réttindi til handa starfsmönnum. 30.6.2009 03:30
Barnaklám og glæpastarfsemi Norrænir dómsmálaráðherrar ræddu barnaklám, norrænt lögreglusamstarf og skipulagða glæpastarfsemi á fundi á Hótel Rangá á Suðurlandi í gær. Auk þess var rætt um úrræði sem gripið hefur verið til vegna bankahrunsins á Íslandi. 30.6.2009 03:00
Yfir 250 manns hafa sótt um Fiskistofu hafa borist yfir 250 umsóknir um strandveiðileyfi og er unnið hörðum höndum að því að yfirfara þær og gefa út leyfi. Þeir fyrstu gátu hafið veiðar á sunnudag. Sjötíu leyfi hafa þegar verið veitt. 30.6.2009 02:45
Arnarvarp heppnaðist vel Arnarvarp er talið hafa gengið ágætlega í vor samanborið við undanfarin ár. Samtals fundust hreiður 44 arnarpara en heildarfjöldi para í stofninum er um 65. Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands munu á næstu dögum fljúga yfir varpsvæði arna og kanna hverjir þeirra hafi komið upp ungum. Síðustu ár hafa oftast 23-25 pör komið einum til tveimur ungum á legg, þar af um þriðjungur tveimur ungum. 30.6.2009 02:00
Íslendingur stunginn í Kaupmannahöfn Tæplega þrítugur Íslendingur var stunginn með hníf og rændur við Rantzausgade á Norðurbrú í Kaupmannahöfn síðustu nótt. Maðurinn var stunginn í tvígang í lærið og var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild. Hann er ekki í lífshættu. 29.6.2009 22:27
Gagnrýnir samningsdrög milli HS Orku og Reykjanesbæjar Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri í Grindavík, og Petrína Baldursdóttir, formaður bæjarráðs hafa sent frá sér yfirlýsingu fyrir hönd Grindavíkurbæjar vegna yfirlýstra samningsdraga milli HS Orku hf. og Reykjanesbæjar um landakaup í lögsögu Grindavíkur. 29.6.2009 23:00
Troðfullt út úr dyrum á borgarafundi um Icesave Troðfullt var út úr dyrum á opnum borgarafundi sem fram fór Iðnó í kvöld. Fundurinn var á vegum Indefence hópsins. Á fundinum líkti rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson ástandinu á Íslandi við óhreint almenningssalerni. 29.6.2009 22:06
Vélsleði brann í Granaskjóli Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að Granaskjóli 34 fyrir stundu vegna vélsleða sem stóð á björtu báli á plani hússins. Nærliggjandi götum var lokað meðan á slökkvistarfinu stóð en talsverður reykur var vegna brunans. 29.6.2009 19:20
Dregið úr tilkynningum um vændi eftir efnahagshrunið Verulega hefur dregið úr tilkynningum til lögreglunnar um vændissölu hér á landi það sem af er þessu ári. Lögreglan telur líklegt að erlendar vændiskonur vilji síður koma hingað til lands eftir efnhagshrunið. 29.6.2009 18:58
Verklok tónlistar- og ráðstefnuhúss velta á uppsetningu glerhjúps Áætluð verklok tónlistar- og ráðstefnuhússins við Reykjavíkurhöfn velta á uppsetningu glerhjúps sem mun umlykja húsið. Um eitt og hálft ár tekur að setja hann upp en gert er ráð fyrir að byggingarnar verði tilbúnar í febrúar 2011. 29.6.2009 18:41
Mótorhjólaslys í Garðabæ Mótorhjólaslys varð við Akrabraut í Garðabæ fyrir skemmstu. Einn maður slasaðist að því er best er vitað og var farið með hann á Landspítalann í Fossvogi. 29.6.2009 17:29
Loksins komið líf í ufsaveiðarnar Ísfisktogarinn Ásbjörn RE er nú á ufsaveiðum en skipið kom til hafnar sl. fimmtudagskvöld og fór út að nýju um helgina. Það bar helst til tíðinda í síðustu veiðiferð að ufsinn gaf sig loksins til en ufsaafli togaranna hefur verið með tregara móti það sem af er árinu, að því er segir á heimasíðu HB Granda um veiðarnar. 29.6.2009 18:30
Sigurður Ólason laus úr gæsluvarðhaldi Sigurður Hilmar Ólason er laus úr haldi lögreglu en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 9. júní. Sigurður var handtekinn í tengslum við rannsókn á umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem talið var að alþjóðleg glæpasamtök væru komin með annan fótinn til Íslands. Rannsókn þess teygði anga sína til þrettán landa. Sigurður hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. júlí en var látin laus í dag. 29.6.2009 18:18