Innlent

Sviku út staðsetningatæki á kostnað björgunarsveitar

Björgunarsveitarmenn að störfum. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Björgunarsveitarmenn að störfum. Myndin tengist ekki fréttinni beint.

Par á þrítugsaldrinum voru dæmd í eins og tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að svíkja meðal annars út GPS staðsetningartæki á kostnað Björgunarsveitarinnar Kyndils á Kirkjubæjarklaustri. Staðsetningatækin voru keypt af R.Sigmundssyni.

Um var að ræða tvö staðsetningatæki en andvirði þeirra var á annað hundrað þúsund krónur.

Maðurinn fékk þyngri dóm en konan. Hann var að auki dæmdur fyrir skjalafals þegar hann falsaði nafn konu til þess að yfirtaka bílasamning.

Þá falsaði konan nafn sömu konu og maðurinn falsaði til þess að komast yfir Kawasaki mótorhjól.

Hvorugt hefur sætt refsingu áður og því er dómurinn skilorðbundinn til tveggja ára hjá þeim báðum.

Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×