Innlent

Leynd létt af Icesave

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Mynd/Vilhelm
Forsætisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í Alþingishúsinu klukkan 16:30 í dag. Á fundinum verður leynd aflétt af tugum skjala sem varða Icesave málið og fram eru lögð á Alþingi. Að auki verður fjallað um frumvarp fjármálaráðherra þar sem leitað er samþykkis Alþingis fyrir ríkisábyrgð lána vegna málsins.

Auk forsætisráðherra munu bæði fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra sitja fundinn. Fundurinn verður haldinn í stuttu þinghléi og hverfa ráðherrarnir aftur til þingstarfa að því loknu, og sitja þá fulltrúar úr íslensku samninganefndinni fyrir svörum um einstök atriði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×