Innlent

Hópuppsagnir hjá Reykjalundi-Plastiðnaði ehf.

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Merki Reykjalundar-Plastiðnaðar ehf.
Merki Reykjalundar-Plastiðnaðar ehf.
Fyrirtækið Reykjalundur-Plastiðnaður ehf. í Mosfellsbæ hefur sagt upp svo til öllu starfsfólki sínu í dag og í gær. Gísli Ólafsson, stjórnarformaður fyrirtækisins, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu, en hann telur að um 42 einstaklingar missi vinnuna. Um hópuppsögn er að ræða.

Að sögn Gísla er fyrirtækið í greiðslustöðvun, en hann segir að rekstrarörðugleikar fyrirtækisins eigi rætur sínar að rekja til bankahrunsins. Hann segir þó unnið á fullu í því að halda rekstri áfram og útilokar ekki að fólk verði endurráðið.

Fyrirtækið hefur rekið röra- og umbúðaverksmiðju og annast innflutning á plastvörum, þar á meðal hinum sívinsælu LEGO kubbum, að því er kemur fram á heimasíðu fyrirtækisins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×