Innlent

Barnaklám og glæpastarfsemi

Dómsmálaráðherrarnir ásamt Halldóri Ásgrímssyni, sem fer fyrir Norrænu ráðherranefndinni, á Hótel Rangá í gær.
Dómsmálaráðherrarnir ásamt Halldóri Ásgrímssyni, sem fer fyrir Norrænu ráðherranefndinni, á Hótel Rangá í gær.

Norrænir dómsmálaráðherrar ræddu barnaklám, norrænt lögreglusamstarf og skipulagða glæpastarfsemi á fundi á Hótel Rangá á Suðurlandi í gær. Auk þess var rætt um úrræði sem gripið hefur verið til vegna bankahrunsins á Íslandi.

Ákveðið var að beina því til embætta sem vinna að rannsóknum efnahagsbrota að athuga hvernig hægt sé að auka samvinnu til að stuðla að uppljóstrun alþjóðlegrar glæpastarfsemi á því sviði.

Barnaklámsverkefni var hrint af stað eftir fund ráðherranna í fyrra. Niðurstaðan var kynnt í gær en í júní voru 80 manns handteknir á Norðurlöndum vegna gruns um barnaklám.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×