Ungmenni björguðu kajakræðara úr sjó 30. júní 2009 04:15 Björn Virgill Hartmannsson, 15 ára, Bjarni Bragi Jónsson, 18 ára, og Hólmfríður Hartmannsdóttir, 19 ára, komu Hafþóri til hjálpar. „Ég vil þakka þeim sérstaklega fyrir sem stóðu að björguninni. Ungmennin stóðu sig frábærlega," segir Hafþór Óskar Viðarsson, sem hvolfdi kajak sínum í Stórhöfðavíkinni í Vestmannaeyjum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Þrjú ungmenni sem af tilviljun voru stödd í víkinni á örsmáum árabáti urðu Hafþórs vör, björguðu honum upp í bátinn og sigldu til lands. Hafþór segir kajaknum hafa hvolft vegna sterkra hafstrauma til móts við hellinn Fjós í Stórhöfðavíkinni. „Ég komst ekki upp í bátinn aftur. Ég kallaði til fólks á útsýnispalli þarna hjá og það gerði björgunarsveitinni viðvart, en það vildi svo heppilega til að ungmennin þrjú voru þarna að dóla sér á báti sem aðallega er hugsaður fyrir sundlaugar og slíkt. Þegar ég komst upp í bátinn til þeirra voru frekari björgunaraðgerðir flautaðar af," segir Hafþór. Að sögn Hafþórs var hann um þrjátíu mínútur í sjónum áður en honum var bjargað. Hann var orðinn kaldur og þreyttur, en ekkert amar að honum að öðru leyti. „Ég hugsa að manninum hafi ekki þótt neitt tiltakanlega notalegt að vera þarna í sjónum í allan þennan tíma," segir Bjarni Bragi Jónsson, 18 ára nemandi við Verzlunarskóla Íslands, sem ásamt Hólmfríði, unnustu sinni og Birni, yngri bróður Hólmfríðar, kom Hafþóri til bjargar. „Við vorum þarna þrjú saman úti í víkinni á lítilli Europris-tuðru, eða ætli það sé ekki réttara að kalla það árabát," segir Bjarni og skellir upp úr. „Við heyrðum kæft óp, og þegar við skimuðumst um sáum kajak sem hafði hvolft um þrjú hundruð metra frá okkur." Ungmennin reru í átt að kajaknum til að kanna málið. „Við vorum mest hrædd um að róa kannski fram á lík hjá bátnum. En þegar við vorum komin nærri kajaknum lyfti maðurinn árinni sinni, og þá vissum við að hann væri á lífi. Björgunarsveit Vestmannaeyja kom á svæðið nokkrum mínútum eftir að ungmennin náðu kajakræðaranum upp í bát sinn. „Maður veit aldrei hvað getur gerst þegar fólk þarf að vera lengi í sjónum. Þetta fór betur en á horfðist, enda var maðurinn vel gallaður," segir Bjarni Bragi Jónsson. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira
„Ég vil þakka þeim sérstaklega fyrir sem stóðu að björguninni. Ungmennin stóðu sig frábærlega," segir Hafþór Óskar Viðarsson, sem hvolfdi kajak sínum í Stórhöfðavíkinni í Vestmannaeyjum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Þrjú ungmenni sem af tilviljun voru stödd í víkinni á örsmáum árabáti urðu Hafþórs vör, björguðu honum upp í bátinn og sigldu til lands. Hafþór segir kajaknum hafa hvolft vegna sterkra hafstrauma til móts við hellinn Fjós í Stórhöfðavíkinni. „Ég komst ekki upp í bátinn aftur. Ég kallaði til fólks á útsýnispalli þarna hjá og það gerði björgunarsveitinni viðvart, en það vildi svo heppilega til að ungmennin þrjú voru þarna að dóla sér á báti sem aðallega er hugsaður fyrir sundlaugar og slíkt. Þegar ég komst upp í bátinn til þeirra voru frekari björgunaraðgerðir flautaðar af," segir Hafþór. Að sögn Hafþórs var hann um þrjátíu mínútur í sjónum áður en honum var bjargað. Hann var orðinn kaldur og þreyttur, en ekkert amar að honum að öðru leyti. „Ég hugsa að manninum hafi ekki þótt neitt tiltakanlega notalegt að vera þarna í sjónum í allan þennan tíma," segir Bjarni Bragi Jónsson, 18 ára nemandi við Verzlunarskóla Íslands, sem ásamt Hólmfríði, unnustu sinni og Birni, yngri bróður Hólmfríðar, kom Hafþóri til bjargar. „Við vorum þarna þrjú saman úti í víkinni á lítilli Europris-tuðru, eða ætli það sé ekki réttara að kalla það árabát," segir Bjarni og skellir upp úr. „Við heyrðum kæft óp, og þegar við skimuðumst um sáum kajak sem hafði hvolft um þrjú hundruð metra frá okkur." Ungmennin reru í átt að kajaknum til að kanna málið. „Við vorum mest hrædd um að róa kannski fram á lík hjá bátnum. En þegar við vorum komin nærri kajaknum lyfti maðurinn árinni sinni, og þá vissum við að hann væri á lífi. Björgunarsveit Vestmannaeyja kom á svæðið nokkrum mínútum eftir að ungmennin náðu kajakræðaranum upp í bát sinn. „Maður veit aldrei hvað getur gerst þegar fólk þarf að vera lengi í sjónum. Þetta fór betur en á horfðist, enda var maðurinn vel gallaður," segir Bjarni Bragi Jónsson.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira