Innlent

Björgunarsveit leitaði að ferðamanni

Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt. MYND/Stöð 2

Björgunarsveitarmenn frá Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit leituðu í gær að ferðamanni sem hafði ekki skilað sér á tilsettum tíma í skála. Ferðamaðurinn, sem var þýsk kona á ferð með manni sínum, hafði villst af leið. Hún hafði ætlað að ganga frá Þjófadölum niður á Hveravelli og lét maður konunnar björgunarsveitarmenn á Hveravöllum vita þegar hún skilaði sér ekki á tilsettum tíma.

Björgunarsveitin Skagfirðingasveit, sem er búin að vera í hálendisgæslu frá því á föstudaginn, brást hratt við og voru þeir búnir að finna konuna á innan við klukkustund frá því að beðið var um aðstoð að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg. Ekkert amaði að konunni en fékk hún þó far með björgunarsveitinni á Hveravelli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×