Innlent

Álfheiður Ingadóttir vill ekki þjóðaratkvæði um Icesave

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Álfheiður Ingadóttir
Álfheiður Ingadóttir Mynd/GVA

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna, vill ekki að Icesave-málið fari fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta fullyrti hún í umræðum um störf þingsins í dag.

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknar, hafði spurt hvaða skoðun hún hefði á því að Icesave samningurinn færi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og sagðist treysta þjóðinni betur en ríkisstjórninni fyrir málinu.

Þá svaraði Álfheiður: „Nýlega fól þjóðin þessum 63 þingmönnum hér að leysa úr bankahruninu, að leysa úr því sem fráfarandi stjórnarliðar skildu eftir sig eftir 20 ár," og taldi upp Icesave, mikið atvinnuleysi og skuldaklafa heimila og fyrirtækja.

„Icesave er ekki stærsta málið af þessum málum og ég treysti þessari ríkisstjórn og þingheimi til þess að leiða þetta Icesave-mál til lykta. Ég tel ekki nauðsynlegt að fara með þetta mál fyrir þjóðaratkvæði," sagði Álfheiður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×