Innlent

Yfir 250 manns hafa sótt um

Fjölmargir sjómenn horfa vongóðir til nýrra reglna um strandveiðar.
Fjölmargir sjómenn horfa vongóðir til nýrra reglna um strandveiðar.

Fiskistofu hafa borist yfir 250 umsóknir um strandveiðileyfi og er unnið hörðum höndum að því að yfirfara þær og gefa út leyfi. Þeir fyrstu gátu hafið veiðar á sunnudag. Sjötíu leyfi hafa þegar verið veitt.

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra gaf út reglugerð um strandveiðar fyrir helgi. Þar kemur fram að eingöngu er heimilt að draga 800 kíló af óslægðum afla í hverri veiðiferð sem ekki má standa lengur en fjórtán klukkustundir.

Aðeins er heimilt að hafa fjórar handfærarúllur um borð og engin önnur veiðarfæri. Allan afla sem veiðist verður að vigta og skrá innanlands. Fiskiskip, sem eru á strandveiðum, verða að hafa um borð sjálfvirkan fjar­eftirlitsbúnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×