Innlent

Lyfjasamstarf Noregs og Íslands kannað

Bjarne Hákon Hansen á fundi í morgun.
Bjarne Hákon Hansen á fundi í morgun.

Heilbrigðisráðherra Noregs, Bjarne Hákon Hansen ákvað á óformlegum fundi með Ögmundi Jónassyni, heilbrigðisráðherra Íslands, að setja niður starfshóp sem á að kortleggja samstarf landanna á sviði lyfjamála.

Þegar hefur verið ákveðið að af hálfu Íslands taki Einar Magnússon, lyfjamálastjóri í heilbrigðisráðuneytinu, og Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Landspítala, þátt í undirbúningsvinnunni.

Fundur ráðherranna var haldinn í tengslum við fund norrænu félags- og heilbrigðisráðherranna sem lauk í Reykjavík síðdegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×