Stjórnlagaþing kostar 360 milljónir 30. júní 2009 20:52 Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fyrir frumvarp forsætisráðherra um stjórnlagaþing. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fyrir Alþingi frumvarp forsætisráðherra um ráðgefandi stjórnlagaþing til samræmis við 100 daga áætlun stjórnarinnar. Áætlað er að stjórnlagaþingið kosti um 360 milljónir. Frumvarpið er samið af Björgu Thorarensen lagaprófessor í samráði við fulltrúa allra þingflokka. Með því er brugðist við óskum um breytingar á stjórnarskrá sem ekki hefur náðst að knýja fram þrátt fyrir yfirlýstan vilja stjórnmálaflokka þar um á undanförnum áratugum. Gert er ráð fyrir að stjórnlagaþingið verði kallað saman á þjóðhátíðardaginn 2010 og að til þess verði kosið með persónukjöri sem fram fari samhliða sveitarstjórnarkosningum það sama vor. Þá er áætlað að þingið ljúki störfim 17. febrúar 2011 en alþingi getur framlegt starfstímann um allt að þrjá mánuði. Samkvæmt frumvarpinu er ráðgert að stjórnlagaþing taki sérstaklega til skoðunar efnisatriði sem staðið hafa nær óbreytt allt frá setningu stjórnarskrárinnar 1874 og varða grunnhugtök íslensks stjórnskipulags, þingræðisregluna, þrískiptingu ríkisvaldsins, skipan löggjafarvaldsins og framkvæmdarvaldsins og tengsl þeirra innbyrðis, sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvaldsins, ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan og þátttöku almennings í lýðræði. Þingið getur þó jafnframt tekið til endurskoðunar hvaðeina annað sem það kýs eða lagt til að bætt verði við stjórnarskrána nýjum ákvæðum eða köflum. Tillögum þingsins er ætlað að vera ráðgefandi fyrir Alþingi og skal frumvarp sem stjórnlagaþing samþykkir sent Alþingi til meðferðar. Þjóðkjörnir fulltrúar. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að fulltrúar á stjórnlagaþingi verði kosnir persónukosningu samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum vorið 2010. Stuðlað verður að jöfnu hlutfalli karla og kvenna eins og kostur er í hópi þingfulltrúanna. Starfstími og störf nefnda. Lagt er til að þingið komi saman í þrígang; fyrst til að kjósa í nefndir og skipuleggja störf þeirra og samþykkja verkáætlun, annað skiptið verði nýtt til að ræða framkomnar tillögur nefnda og það þriðja til að taka til meðferðar og samþykkja frumvarp til stjórnarskipunarlaga. Fjármálaráðuneytið áætlar að kostnaður við stjórnlagaþingið verði um 360 milljónir króna. Þetta er gríðarleg lækkun frá fyrstu áætlunum, þar sem talið var að kostnaður yrði á bilinu 1 - 2 milljarðar króna. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fyrir Alþingi frumvarp forsætisráðherra um ráðgefandi stjórnlagaþing til samræmis við 100 daga áætlun stjórnarinnar. Áætlað er að stjórnlagaþingið kosti um 360 milljónir. Frumvarpið er samið af Björgu Thorarensen lagaprófessor í samráði við fulltrúa allra þingflokka. Með því er brugðist við óskum um breytingar á stjórnarskrá sem ekki hefur náðst að knýja fram þrátt fyrir yfirlýstan vilja stjórnmálaflokka þar um á undanförnum áratugum. Gert er ráð fyrir að stjórnlagaþingið verði kallað saman á þjóðhátíðardaginn 2010 og að til þess verði kosið með persónukjöri sem fram fari samhliða sveitarstjórnarkosningum það sama vor. Þá er áætlað að þingið ljúki störfim 17. febrúar 2011 en alþingi getur framlegt starfstímann um allt að þrjá mánuði. Samkvæmt frumvarpinu er ráðgert að stjórnlagaþing taki sérstaklega til skoðunar efnisatriði sem staðið hafa nær óbreytt allt frá setningu stjórnarskrárinnar 1874 og varða grunnhugtök íslensks stjórnskipulags, þingræðisregluna, þrískiptingu ríkisvaldsins, skipan löggjafarvaldsins og framkvæmdarvaldsins og tengsl þeirra innbyrðis, sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvaldsins, ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan og þátttöku almennings í lýðræði. Þingið getur þó jafnframt tekið til endurskoðunar hvaðeina annað sem það kýs eða lagt til að bætt verði við stjórnarskrána nýjum ákvæðum eða köflum. Tillögum þingsins er ætlað að vera ráðgefandi fyrir Alþingi og skal frumvarp sem stjórnlagaþing samþykkir sent Alþingi til meðferðar. Þjóðkjörnir fulltrúar. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að fulltrúar á stjórnlagaþingi verði kosnir persónukosningu samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum vorið 2010. Stuðlað verður að jöfnu hlutfalli karla og kvenna eins og kostur er í hópi þingfulltrúanna. Starfstími og störf nefnda. Lagt er til að þingið komi saman í þrígang; fyrst til að kjósa í nefndir og skipuleggja störf þeirra og samþykkja verkáætlun, annað skiptið verði nýtt til að ræða framkomnar tillögur nefnda og það þriðja til að taka til meðferðar og samþykkja frumvarp til stjórnarskipunarlaga. Fjármálaráðuneytið áætlar að kostnaður við stjórnlagaþingið verði um 360 milljónir króna. Þetta er gríðarleg lækkun frá fyrstu áætlunum, þar sem talið var að kostnaður yrði á bilinu 1 - 2 milljarðar króna.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira