Innlent

Þingmaður: Alþingi eins og skólastofa

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Ólína Þorvarðardóttir.
Ólína Þorvarðardóttir. Mynd/GVA
Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður samfylkingarinnar, tók samþingmenn sína á hinu háa Alþingi á teppið í dag, en henni þótti ólæti og framíköll hafa keyrt um þverbak.

Hún kvað sér hljóðs undir liðnum Um fundarstjórn og sagðist ekki geta orða bundist lengur vegna ástandsins í þingsalnum.

„Það er eiginlega farið að ganga fram af mér. Það er eins og maður sé staddur hér í skólastofu," sagði Ólína, en sjálf var hún skólastjóri Menntaskólans á Ísafirði árin 2001 til 2006.

Rétt í því sem Ólína lauk við þessa samlíkingu heyrðist múkk úr þingsalnum og bætti hún þá við: „Það er nákvæmlega þetta sem ég er að gera athugasemd við. Ræðumenn í ræðustól hér í Alþingi fá ekki frið til að ljúka máli sínu fyrir framíköllum, ókyrrð og leiðindum."

Hún lauk máli sínu á að beina þeim tilmælum til forseta þingsins að tryggja vinnufrið - í alvöru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×