Innlent

Réttindi í stað launahækkana

Árni Steinar býst við að viðræðurnar gangi vel fyrir sig, en aðilar hafa þegar ræðst óformlega við.
fréttablaðið/pjetur
Árni Steinar býst við að viðræðurnar gangi vel fyrir sig, en aðilar hafa þegar ræðst óformlega við. fréttablaðið/pjetur

Kjaraviðræður opinberra starfsmanna og viðsemjenda þeirra hefjast í dag. Ljóst er að ekki er mikið tóm fyrir launahækkanir nema þá á lægstu laun. Árni Stefán Jónsson, starfandi formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, vill að samið verði um aukin réttindi til handa starfsmönnum.

Árni segir ýmis réttindamál hafa staðið út af borðinu í kjaraviðræðum undanfarinna ára og nú sé kjörið tækifæri til einbeita sér að þeim. Hann segir alla viðsemjendur meðvitaða um að ekki sé mikið til skiptanna hvað varðar launahækkanir.

„Við höfum undanfarin ár reynt að semja um breytingar á vinnutíma, svo dæmi sé tekið. Það snýr aðallega að vaktavinnufólki. Í síðustu kjarasamningum reyndum við að fá styttingu á vinnutíma þess, en þá var svo mikil þensla að það gekk ekki. Nú eru allir blankir, en vonandi næst þetta í gegn." Árni nefnir einnig tryggingamál og jafnrétti til launa.

Samhliða stöðugleikasáttmálanum voru gerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði. Samið var um 13.500 króna launahækkun sem verði tvískipt; taki gildi 1. júlí og 1. nóvember.

Árni segir að viðræður opinberra starfsmanna muni verða á þeim nótum. Launhærri félagar geti ekki búist við hækkun. „BHM og KÍ gera ekki kröfu um hækkanir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×