Erfiðar ráðstafanir en óumflýjanlegar 30. júní 2009 05:00 „Það má finna ýmislegt að þessum ráðstöfunum - þær eru erfiðar en óumflýjanlegar,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um bandorminn. Alþingi Frumvarp ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í ríkisfjármálum, svonefndur bandormur, var samþykktur á Alþingi í gær. Frumvarpið kveður á um skattahækkanir og samdrátt í ríkisútgjöldum og miðar að því að bæta afkomu ríkissjóðs um 22 milljarða króna á þessu ári og 63 milljarða á því næsta. Allir viðstaddir þingmenn stjórnarflokkanna, 31 að tölu, greiddu atkvæði með en sextán stjórnarandstæðingar greiddu atkvæði gegn því. Aðrir þingmenn voru fjarstaddir. Þrír þingmenn stjórnarandstöðu gerðu grein fyrir atkvæði sínu og gagnrýndu frumvarpið. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði frumvarpið ganga gegn meginhugmyndum flokksmanna um leiðir út úr kreppunni og vísaði til efnahagstillagna flokksins sem kynntar voru fyrr í mánuðinum. „Við höfum bent á það að með annarri aðferðafræði, með annarri nálgun, þá væri hægt að koma sér undan því að ganga jafnhart fram gegn eldri borgurum og öryrkjum eins og gert er í þessu máli,“ sagði Bjarni. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagðist ekki geta stutt frumvarpið jafnvel þótt breytingar á því á síðustu metrunum hefðu verið til bóta. „Við teljum að þetta frumvarp sé algjörlega í anda og eftir forskrift Alþjóðagjaldeyrissjóðsins,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar, og gagnrýndi niðurskurð í velferðarkerfinu. „Er þetta ekki ríkisstjórnin sem ætlaði að standa vörð um velferðina?“ spurði hún. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra varði frumvarpið. „Það má að sjálfsögðu finna ýmislegt að þessum ráðstöfunum - þær eru erfiðar en óumflýjanlegar,“ sagði hann og undraðist afstöðu sjálfstæðismanna. „Það er umhugsunarefni að Sjálfstæðisflokkurinn skuli vera á því stigi í tilveru sinni að hann leggist gegn óumflýjanlegum og brýnum aðgerðum til þess að ná tökum á ríkisfjármálum,“ sagði hann. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar, sagði frumvarpið fyrst og fremst snúast um að falla frá útgjöldum og skattalækkunum sem ráðist var í á hátindi góðærisins og sagan sýndi að Íslendingar hefðu ekki efni á. Ríkissjóður væri rekinn með 500 milljóna króna halla á dag og frumvarpið væri mikilvægt til að snúa þeirri þróun við. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Sjá meira
Alþingi Frumvarp ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í ríkisfjármálum, svonefndur bandormur, var samþykktur á Alþingi í gær. Frumvarpið kveður á um skattahækkanir og samdrátt í ríkisútgjöldum og miðar að því að bæta afkomu ríkissjóðs um 22 milljarða króna á þessu ári og 63 milljarða á því næsta. Allir viðstaddir þingmenn stjórnarflokkanna, 31 að tölu, greiddu atkvæði með en sextán stjórnarandstæðingar greiddu atkvæði gegn því. Aðrir þingmenn voru fjarstaddir. Þrír þingmenn stjórnarandstöðu gerðu grein fyrir atkvæði sínu og gagnrýndu frumvarpið. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði frumvarpið ganga gegn meginhugmyndum flokksmanna um leiðir út úr kreppunni og vísaði til efnahagstillagna flokksins sem kynntar voru fyrr í mánuðinum. „Við höfum bent á það að með annarri aðferðafræði, með annarri nálgun, þá væri hægt að koma sér undan því að ganga jafnhart fram gegn eldri borgurum og öryrkjum eins og gert er í þessu máli,“ sagði Bjarni. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagðist ekki geta stutt frumvarpið jafnvel þótt breytingar á því á síðustu metrunum hefðu verið til bóta. „Við teljum að þetta frumvarp sé algjörlega í anda og eftir forskrift Alþjóðagjaldeyrissjóðsins,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar, og gagnrýndi niðurskurð í velferðarkerfinu. „Er þetta ekki ríkisstjórnin sem ætlaði að standa vörð um velferðina?“ spurði hún. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra varði frumvarpið. „Það má að sjálfsögðu finna ýmislegt að þessum ráðstöfunum - þær eru erfiðar en óumflýjanlegar,“ sagði hann og undraðist afstöðu sjálfstæðismanna. „Það er umhugsunarefni að Sjálfstæðisflokkurinn skuli vera á því stigi í tilveru sinni að hann leggist gegn óumflýjanlegum og brýnum aðgerðum til þess að ná tökum á ríkisfjármálum,“ sagði hann. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar, sagði frumvarpið fyrst og fremst snúast um að falla frá útgjöldum og skattalækkunum sem ráðist var í á hátindi góðærisins og sagan sýndi að Íslendingar hefðu ekki efni á. Ríkissjóður væri rekinn með 500 milljóna króna halla á dag og frumvarpið væri mikilvægt til að snúa þeirri þróun við.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent