Erfiðar ráðstafanir en óumflýjanlegar 30. júní 2009 05:00 „Það má finna ýmislegt að þessum ráðstöfunum - þær eru erfiðar en óumflýjanlegar,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um bandorminn. Alþingi Frumvarp ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í ríkisfjármálum, svonefndur bandormur, var samþykktur á Alþingi í gær. Frumvarpið kveður á um skattahækkanir og samdrátt í ríkisútgjöldum og miðar að því að bæta afkomu ríkissjóðs um 22 milljarða króna á þessu ári og 63 milljarða á því næsta. Allir viðstaddir þingmenn stjórnarflokkanna, 31 að tölu, greiddu atkvæði með en sextán stjórnarandstæðingar greiddu atkvæði gegn því. Aðrir þingmenn voru fjarstaddir. Þrír þingmenn stjórnarandstöðu gerðu grein fyrir atkvæði sínu og gagnrýndu frumvarpið. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði frumvarpið ganga gegn meginhugmyndum flokksmanna um leiðir út úr kreppunni og vísaði til efnahagstillagna flokksins sem kynntar voru fyrr í mánuðinum. „Við höfum bent á það að með annarri aðferðafræði, með annarri nálgun, þá væri hægt að koma sér undan því að ganga jafnhart fram gegn eldri borgurum og öryrkjum eins og gert er í þessu máli,“ sagði Bjarni. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagðist ekki geta stutt frumvarpið jafnvel þótt breytingar á því á síðustu metrunum hefðu verið til bóta. „Við teljum að þetta frumvarp sé algjörlega í anda og eftir forskrift Alþjóðagjaldeyrissjóðsins,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar, og gagnrýndi niðurskurð í velferðarkerfinu. „Er þetta ekki ríkisstjórnin sem ætlaði að standa vörð um velferðina?“ spurði hún. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra varði frumvarpið. „Það má að sjálfsögðu finna ýmislegt að þessum ráðstöfunum - þær eru erfiðar en óumflýjanlegar,“ sagði hann og undraðist afstöðu sjálfstæðismanna. „Það er umhugsunarefni að Sjálfstæðisflokkurinn skuli vera á því stigi í tilveru sinni að hann leggist gegn óumflýjanlegum og brýnum aðgerðum til þess að ná tökum á ríkisfjármálum,“ sagði hann. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar, sagði frumvarpið fyrst og fremst snúast um að falla frá útgjöldum og skattalækkunum sem ráðist var í á hátindi góðærisins og sagan sýndi að Íslendingar hefðu ekki efni á. Ríkissjóður væri rekinn með 500 milljóna króna halla á dag og frumvarpið væri mikilvægt til að snúa þeirri þróun við. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira
Alþingi Frumvarp ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í ríkisfjármálum, svonefndur bandormur, var samþykktur á Alþingi í gær. Frumvarpið kveður á um skattahækkanir og samdrátt í ríkisútgjöldum og miðar að því að bæta afkomu ríkissjóðs um 22 milljarða króna á þessu ári og 63 milljarða á því næsta. Allir viðstaddir þingmenn stjórnarflokkanna, 31 að tölu, greiddu atkvæði með en sextán stjórnarandstæðingar greiddu atkvæði gegn því. Aðrir þingmenn voru fjarstaddir. Þrír þingmenn stjórnarandstöðu gerðu grein fyrir atkvæði sínu og gagnrýndu frumvarpið. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði frumvarpið ganga gegn meginhugmyndum flokksmanna um leiðir út úr kreppunni og vísaði til efnahagstillagna flokksins sem kynntar voru fyrr í mánuðinum. „Við höfum bent á það að með annarri aðferðafræði, með annarri nálgun, þá væri hægt að koma sér undan því að ganga jafnhart fram gegn eldri borgurum og öryrkjum eins og gert er í þessu máli,“ sagði Bjarni. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagðist ekki geta stutt frumvarpið jafnvel þótt breytingar á því á síðustu metrunum hefðu verið til bóta. „Við teljum að þetta frumvarp sé algjörlega í anda og eftir forskrift Alþjóðagjaldeyrissjóðsins,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar, og gagnrýndi niðurskurð í velferðarkerfinu. „Er þetta ekki ríkisstjórnin sem ætlaði að standa vörð um velferðina?“ spurði hún. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra varði frumvarpið. „Það má að sjálfsögðu finna ýmislegt að þessum ráðstöfunum - þær eru erfiðar en óumflýjanlegar,“ sagði hann og undraðist afstöðu sjálfstæðismanna. „Það er umhugsunarefni að Sjálfstæðisflokkurinn skuli vera á því stigi í tilveru sinni að hann leggist gegn óumflýjanlegum og brýnum aðgerðum til þess að ná tökum á ríkisfjármálum,“ sagði hann. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar, sagði frumvarpið fyrst og fremst snúast um að falla frá útgjöldum og skattalækkunum sem ráðist var í á hátindi góðærisins og sagan sýndi að Íslendingar hefðu ekki efni á. Ríkissjóður væri rekinn með 500 milljóna króna halla á dag og frumvarpið væri mikilvægt til að snúa þeirri þróun við.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira