Innlent

Gestur Jónsson í þjónustu Breta

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður.
Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður.

Bresk yfirvöld hafa leitað til Gests Jónssonar hæstaréttarlögmanns um lögfræðiþjónustu vegna þeirrar deilu sem komin er upp á milli íslenskra og breskra stjórnvalda. Samkvæmt heimildum Vísis hafði lögmannsstofa í Bretlandi milligöngu um að leita aðstoðar Gests. Vinna hans mun einkum snúa að túlkun á íslenskum lögum fyrir Breta eftir því sem Vísir kemst næst.

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, og Alistair Darling fjármálaráðherra, sögðu á miðvikudag að bresk stjórnvöld myndu höfða mál gegn íslenska ríkinu vegna inneigna 300 þúsund breskra sparifjáreigenda í Icesave, netbanka Landsbankans í Bretlandi. Þeir fullyrtu að íslensk stjórnvöld hefðu greint þeim frá því að ekki væri ætlunin að ábyrgjast þessar inneignir eftir að Landsbankinn varð gjaldþrota. Íslensk stjórnvöld hafa sagt að um misskilning væri að ræða.

Gestur Jónsson vildi ekkert tjá sig um störf sín fyrir Breta þegar Vísir leitaði viðbragða hans.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×