Meðallaun hækkuðu um 42% frá 2002-2007 14. október 2008 12:40 Jón Emil Sigurgeirsson Laun hafa hækkað um 42% að meðaltali á almennum vinnumarkaði frá 2002-2007, að því er fram kemur í Launakönnun ParX viðskiptaráðgjafar IBM, dótturfélags Nýherja. Hækkun launa var mismunandi á milli atvinnugreina, en hún var hæst hjá fjármála- og tryggingafyrirtækjum, eða 57%. Laun í framleiðslu og iðnaði hafa hækkað um 39% og 25% í verslun og þjónustu á sama tímabili. „Athyglisvert er að sjá að á árunum 2002-2004 þróuðust laun með mjög svipuðum hætti innan allra þessara atvinnugreina, en eftir 2004 hækkuðu laun í fjármála- og tryggingafyrirtækjum mun meira en hjá framleiðslu- og iðnaðarfyrirtækjum og verslunar- og þjónustufyrirtækjum. Þetta hefur haft þýðingarmikil áhrif á launaþróun á Íslandi og verður áhugavert að sjá hvaða breytingar í viðskipta- og fjármálaumhverfi nú munu hafa áhrif á almenna launaþróun í landinu," segir Jón Emil Sigurgeirsson umsjónarmaður launakannana hjá ParX. Þróun byrjunarlauna í samanburði við þróun meðallauna getur ennfremur spáð fyrir um mögulegt launaskrið á vinnumarkaði. Í könnun ParX kemur í ljós að byrjunarlaun hafa hækkað að meðaltali um tæp 48% árin 2002 til 2007. Það er nokkuð umfram meðalhækkun launa á tímabilinu og skýrist að mestu leyti á launaskriði í byrjunarlaunum hjá fjármála- og tryggingafyrirtækjum á árunum 2004 til 2007. Í ljós kom að byrjunarlaun í fjármála- og tryggingafyrirtækjum hækkuðu um 67% á tímabilinu. Hjá framleiðslu- og iðnaðarfyrirtækjum höfðu byrjunarlaun hækkað að meðaltali um 51% og um 34% hjá verslun og þjónustu. Byrjunarlaun hjá fjármála- og tryggingafyrirtækjum hafa því hækkað 97% meira en byrjunarlaun hjá fyrirtækjum í verslun og þjónustu á tímabilinu frá 2002-2007. "Aðdráttarafl bankanna hefur verið mikið síðustu ár. Það er því líklegt að launaskrið í trygginga- og fjármálafyrirtækjum hafi haft áhrif á launaskrið hjá fyrirtækjum í öðrum greinum, sem hafa þá séð launakostnað sinn hækka, jafnvel umfram greiðslugetu," segir Jón. Launakönnun ParX hefur verið framkvæmd árlega frá 1979. Hún er nú unnin í samvinnu við um 100 fyrirtæki og stofnanir. ParX vinnur nú að því að safna upplýsingum fyrir Launakönnun 2008 og er skilafrestur til 22. október. Nánari upplýsingar eru á www.parx.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Parx. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Laun hafa hækkað um 42% að meðaltali á almennum vinnumarkaði frá 2002-2007, að því er fram kemur í Launakönnun ParX viðskiptaráðgjafar IBM, dótturfélags Nýherja. Hækkun launa var mismunandi á milli atvinnugreina, en hún var hæst hjá fjármála- og tryggingafyrirtækjum, eða 57%. Laun í framleiðslu og iðnaði hafa hækkað um 39% og 25% í verslun og þjónustu á sama tímabili. „Athyglisvert er að sjá að á árunum 2002-2004 þróuðust laun með mjög svipuðum hætti innan allra þessara atvinnugreina, en eftir 2004 hækkuðu laun í fjármála- og tryggingafyrirtækjum mun meira en hjá framleiðslu- og iðnaðarfyrirtækjum og verslunar- og þjónustufyrirtækjum. Þetta hefur haft þýðingarmikil áhrif á launaþróun á Íslandi og verður áhugavert að sjá hvaða breytingar í viðskipta- og fjármálaumhverfi nú munu hafa áhrif á almenna launaþróun í landinu," segir Jón Emil Sigurgeirsson umsjónarmaður launakannana hjá ParX. Þróun byrjunarlauna í samanburði við þróun meðallauna getur ennfremur spáð fyrir um mögulegt launaskrið á vinnumarkaði. Í könnun ParX kemur í ljós að byrjunarlaun hafa hækkað að meðaltali um tæp 48% árin 2002 til 2007. Það er nokkuð umfram meðalhækkun launa á tímabilinu og skýrist að mestu leyti á launaskriði í byrjunarlaunum hjá fjármála- og tryggingafyrirtækjum á árunum 2004 til 2007. Í ljós kom að byrjunarlaun í fjármála- og tryggingafyrirtækjum hækkuðu um 67% á tímabilinu. Hjá framleiðslu- og iðnaðarfyrirtækjum höfðu byrjunarlaun hækkað að meðaltali um 51% og um 34% hjá verslun og þjónustu. Byrjunarlaun hjá fjármála- og tryggingafyrirtækjum hafa því hækkað 97% meira en byrjunarlaun hjá fyrirtækjum í verslun og þjónustu á tímabilinu frá 2002-2007. "Aðdráttarafl bankanna hefur verið mikið síðustu ár. Það er því líklegt að launaskrið í trygginga- og fjármálafyrirtækjum hafi haft áhrif á launaskrið hjá fyrirtækjum í öðrum greinum, sem hafa þá séð launakostnað sinn hækka, jafnvel umfram greiðslugetu," segir Jón. Launakönnun ParX hefur verið framkvæmd árlega frá 1979. Hún er nú unnin í samvinnu við um 100 fyrirtæki og stofnanir. ParX vinnur nú að því að safna upplýsingum fyrir Launakönnun 2008 og er skilafrestur til 22. október. Nánari upplýsingar eru á www.parx.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Parx.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent