Innlent

Dyravörður dæmdur fyrir kjaftshögg

Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa í starfi sem dyravörður á veitingastað á Reyðarfirði slegið annan mann hnefahögg í andlitið þannig að hliðarframtönn brotnaði.

Hinn ákærði viðurkenndi að hafa slegið fórnarlamb sitt en dró í efa afleiðingar höggsins. Út frá framburði vitna var hins vegar talið sannað að fórnarlambið hefði hlotið áverkana við umrætt högg en ekki við önnur átök inni á veitingastaðnum.

Fórnarlambið var hins vegar einnig dæmt í aðskildu máli fyrir að slá dyravörðinn eftir að hafa hlotið högg frá honum og var dómur fórnarlambsins 30 daga skilorðsbundið fangelsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×