Innlent

Vel tekið á móti íslensku sendinefndinni í Moskvu

Íslenska sendinefndin í Moskvu hefur fengið „frábærar móttökur" í rússneska fjármálaráðuneytinu í morgun, að því er fréttastofa Reuters hefur eftir forsvarsmanni samninganefndarinnar Sturlu Pálssyni. Enn hefur ekki verið rætt um upphæð lánsins en í síðustu viku var tilkynnt um að Íslendingum stæði til boða lán upp á fjóra millarða evra frá Rússum. Gert er ráð fyrir að viðræður standi yfir fram á fimmtudag.

„Við fengum frábærar móttökur en höfum ekki rætt um upphæðina ennþá," sagði Sturla Pálsson yfirmaður Alþjóða- og markaðssviðs hjá Seðlabankanum í viðtali við Reuters. „Við höfum bara verið að fara yfir ástand fjármála á Íslandi almennt," sagði Sigurður.

 

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×