Innlent

Vilja stóraukna markaðsherferð fyrir ferðaþjónustu

Erna Hauksdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Erna Hauksdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

Samtök ferðaþjónustunnar hvetja til stóraukinnar markaðsherferðar á erlendum mörkuðum svo strax sé hægt að auka gjaldeyrisflæði inn til landsins.

Allir innviðirnir séu til staðar, samgöngutæki, gististaðir, veitingahús og fjölbreytt afþreying auk þess sem kostnaður ferðamanna við Íslandsferð hefur lækkað gríðarlega.

Í tilkynningu samtakanna kemur fram að horfur séu á miklum samdrætti hjá flugfélögunum í ferðum Íslendinga til annarra landa en eftir auglýsingaherferð í síðustu viku erlendis hafi bókunum erlendra ferðamanna til landsins fjölgað.

„Eftir einn mánuð er ein stærsta ferðasýning heims í London og munu Íslendingar taka þar þátt eins og venjulega. Bretland er langstærsti ferðamarkaður Íslands og brýnt að stjórnvöld hefji umfangsmikla vinnu við almannatengsl þar svo mikil viðskipti landanna skaðist ekki vegna pólitískra deilna og jafnvel misskilnings," segir í tilkynningu Samtaka ferðaþjónustunnar.

Tækifæri til gjaldeyrissköpunar og uppbyggingar í landinu felist í ferðaþjónustu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×