Innlent

Þriðjungur naugripabænda að komast í veruleg vandræði

Um þriðjungur nautgripabænda er að komast í veruleg vandræði vegna hruns krónunnar. Það er alvarlegt mál nú þegar þörfin á íslenskum landbúnaðarvörum er meiri en nokkru sinni, segir búnaðarráðgjafi.

Gríðarleg veiking íslensku krónunnar hefur hækkað greiðslubyrði af erlendum lánum á undanförnum mánuðum og er nú svo komið að stór hópur bænda ræður illa við greiðslubyrði lánanna, segir Ingvar Björnsson, ráðgjafi hjá Búgarði. Hann segir að fjölmargir bændur hafi skuldbreytt lánum sínum í myntlán og hafi fjármagnað ýmsar framkvæmdir undanfarið með slíkum lánum. Nú blasi við vanskil.

Með gjaldþrotum bænda er ekki ólíklegt að matvælaframleiðsla innanlands myndi minnka. Það færi fljótt að bitna á allri þjóðinni segir Ingvar, nú þegar enginn gjaldeyrir er til.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×