Innlent

Greiðslukortin á Fjóni voru ekki íslensk

Valitor, greiðslukortum Visa, segja að greiðslukort Íslendinga á Fjóni sem var lokað hafi ekki verið íslensk.

Í frétt blaðsins Fyens Stiftstidende kemur fram að um eitt þúsund íslenskir námsmenn og ellilífeyrisþegar búsettir á Fjóni í Danmörku hafi ekki getað notað greiðslukort sín. Þeim hafi verið lokað.

,,Við skoðun kom í ljós að öll greiðslukortaviðskipti með íslenskum VISA kredit eða debet kortum erlendis hafa gengið eðlilega og fréttir af hnökrum sem komið hafa upp hafa átt sér aðrar skýringar en vegna þess ástands sem verið hefur hér undanfarna daga," segir í tilkynningu.




Tengdar fréttir

Gengið lék greiðslukortanotendur í útlöndum grátt

Gengi krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum sveiflaðist um allt að 50 prósent í síðustu viku, greiðslukortanotendum í útlöndum til mikillar armæðu. Þetta kemur fram á vef Neytendasamtakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×