Innlent

Strandgæslusamstarf við Norðmenn

Georg Kr. Lárusson og Trond Grytting ásamt norska sendiherranum, Margit Tveiten
Georg Kr. Lárusson og Trond Grytting ásamt norska sendiherranum, Margit Tveiten MYD/Hrafnhildur Brynja

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Thrond Grytting, aðmíráll og yfirmaður heraflans í Norður Noregi, undirrituðu í síðustu viku samkomulag um samstarf á sviði strandgæslu, öryggismála, leitar og björgunar.

Fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni að samkomulagið nái til sameiginlegra aðgerða meðal annars vegna hugsanlegra mengunarslysa, fiskveiðieftirlits og leitar og björgunar á hafinu. Sams konar samningur var gerður við Daní í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×