Innlent

Vegurinn um Hólmaháls opnaður á ný

Frá Eskifirði.
Frá Eskifirði.

Lögregla á Eskifirði hefur opnað á ný veginn um Hólmaháls en þar fór olíuflutningabíll út af veginum um hádegisbil.

Að sögn lögreglunnar á Eskifirði virðist sem olíubíllinn hafi lent út í vegaröxl og farið ofan í ræsi fjallsmegin og oltið við það. Bíllinn var að flytja um 12 þúsund lítra af svartolíu og er talið að um fimm þúsund lítrar hafi runnið frá tanki bílsins. Fljótlega tókst að stöðva lekann en að mengunarvörnum vann Slökkvilið Fjarðabyggðar.

Lögregla segir ekki hættu á að sjór mengist vegna slyssins en fylgst verði náið með því. Lögregla notaði stórvirkar vinnuvélar til þess að ná bílnum aftur upp á veg og tókst það nú á fjórða tímanum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×