Innlent

Sektaður fyrir vörslu fíkniefna

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sektað karlmanna um rúmar 80 þúsund krónur fyrir að hafa í tvígang í desember í fyrra verið gripinn með hass í miðborginni.

Í annað skiptið var hann með tæp 10 grömm en í hitt skiptið tæpt gramm. Maðurinn mætti ekki fyrir dóm og var málið því lagt í dóm að honum fjarstöddum. Var hann sakfelldur fyrir fíkniefnabrotin og sektaður auk þess sem fíkniefnin voru gerð upptæk með dómnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×