Innlent

ASÍ og SA sammála um að ESB-aðild þurfi til

MYND/GVA

Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins eru sammála um að sækja beri um aðild að Evrópusambandinu og að evra verði tekin upp. Forseti ASÍ lítur svo á að í raun sé búið að taka ákvörðun um það fyrir löngu.

Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að ef aðgerðir sem grípa á til í efnahagsmálum eigi að skila árangri þurfi að koma þeim skilaboðum skýrt út í hinn stóra heim. Skýr skilaboð séu tilkynningar um upptöku evru og inngöngu í Evrópusambandið.

Grétar segir ASÍ og Samtök atvinnulífsins samstiga í þessu máli. Þau séu samstiga og megi hafa skoðun á málinu ólíkt því sem sumir haldi fram.

Forseti Alþýðusambands Íslands er reyndar á því að búið sé að taka ákvörðun um þetta fyrir löngu, spurningin snúist um hvenær þessu verði hrint í framkvæmd. Hann segir að þegar ákveðið var að taka þátt í alþjóðlegu fjármálalífi, að ekki sé talað um þegar útrásarvíkingarnir fóru af stað, hafi verið tekin ákvörðun um að skipta um mynt. Þetta sé einungis spurning um tíma.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×