Fleiri fréttir

Höfum fjórum sinnum leitað til IMF

Fjármálráðherra segir það ekki koma í ljós fyrr en í næstu viku hvort sótt verður um aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

SI vilja að aðföng og hráefni fyrir iðnað verði tryggð

Samtök iðnaðarins hafa óskað eftir því við Seðlabanka Íslands og bankastofnanir að gjaldeyrisskömtun sem gripið var til á föstudag bitni ekki íslenskum iðnaði sem í senn spari og afli þjóðinni nauðsynlegs gjaldeyris.

Fjórir fíkniefnasalar handteknir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók á föstudag fjóra karlmenn milli tvítugs og þrítugs í aðgerðum gegn sölu og dreifingu ólöglegra fíkniefna.

Samkomulag um sundlaug Lilju Pálma

Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar og fulltrúar frá verktakafyrirtækinu Sveinbjörn Sigurðsson hf. undirrituðu sl. föstudag samning um að fyrirtækið byggi sundlaug í Hofsósi.

Skúlagötumál enn í rannsókn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsóknar enn andlát manns sem fannst í íbúð sinni við Skúlagötu í Reykjavík 1. september. Hinn látni var 68 ára gamall karlmaður og bjó hann einn.

Fyrirtæki hafi samband við sendiráð Breta

Fyrirtæki innan Samtaka atvinnulífsins sem lent hafa í vandræðum með samskipti við bresk fyrirtæki og bankastofnanir er bent á að upplýsa breska sendiherrann á Íslandi um málið.

Röng tilkynning um jarðarför

Þau leiðu mistök urðu hjá Morgunblaðinu að jarðarför Gunnars Bæringssonar var auglýst í dag kl. 13.

Íslenska sendinefndin flogin til Moskvu

Sendinefnd á vegum Seðlabankans hélt í morgun áleiðis til Moskvu þar sem til stendur að taka lán upp á fjóra milljarða evra hjá Rússum. Í byrjun síðustu viku var fyrst greint frá láninu og sagt að allt væri klappað og klárt.

Ingibjörg Sólrún vill aðstoð frá IMF nú og inngöngu í ESB síðar

Varnir íslensks efnahagslífs felast til skamms tíma í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) og til lengri tíma í aðild að Evrópusambandinu, upptöku evru og bakstuðningi Evrópska seðlabankans, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra í grein í Morgunblaðinu í dag.

Líflegt á síldarmiðunum í Breiðafirði

Fjölveiðiskipið Ásgrimur Halldórssson er nú á leið til Hafnar í Hornafirði með fullfermi af síld sem skipið fékk í mynni Hvammsfjarðar á Breiðafirði, í gær.

Gjaldeyrisviðskipti í lag á morgun

Forsætisráðherra treystir því að gjaldeyrisviðskipti geti gengið hnökralaust fyrir sig á morgun. Hann segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Virkjum útrásarkraftinn í uppbyggingu

Það á að virkja sama kraftinn sem fór í útrásina í uppbygginguna á þjóðfélaginu, segir forstjóri Industria. Þrátt fyrir að vissulega séu margir ókostir við núverandi stöðu efnahagsmála þá verður að huga að jákvæðu hliðunum líka.

Forsetinn stappar stálinu í landsmenn

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hyggst stappa stálinu í landsmenn með því að heimsækja á næstu dögum vinnustaði, skóla, samfélagsstofnanir, byggðarlög og hjálparmiðstöðvar.

Skaftárhlaup með þeim stærstu í manna minnum

Hlaupið í Skaftá er með þeim stærstu í manna minnum. Það á upptök sín í hitakatli undir Vatnajökli og sendir nú tuttugufalt meðalrennsli niður eftir farveginum til sjávar. Búist er við að flóðið nái hámarki í byggð í kvöld en þegar sjást merki þess að byrjað sé að sljákka í ánni inni á hálendi.

„Ég reiddist bara fyrir hönd þjóðarinnar"

„Já já já, þetta var flottur þáttur,“ sagði Egill Helgason í Silfrinu inntur eftir því hvort hann hafi verið ánægður með þáttinn í dag. Óhætt er að segja það bókstaflega að sínum augum líti hver Silfrið eftir einvígi þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, stjórnarformanns Baugs, í þættinum.

Forsetinn sækir Íslendinga heim

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heimsækir á næstu dögum vinnustaði, skóla, samfélagsstofnanir, byggðarlög og hjálparmiðstöðvar.

Færeyski togarinn í höfn

Varðskipið Týr kom fyrir stundu til Reykjavíkur með færeyska togarann Rasmus Effersöe í togi eftir fjögurra daga siglingu skipanna frá austurströnd Grænlands.

Töldu fullvíst að Kjartan væri að tala um Davíð

Yfirlýsing Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, um að hann hafi í ræðu sinni á flokksráðsfundi í gær ekki gagnrýnt Davíð Oddsson kom fundargestum á óvart. Þeir töldu fullvíst að hann væri að tala um Davíð þegar hann frábað sér að vera kallaður óreiðumaður.

Hið stóra bókhald guðdómsins

„Öll erum við veitendur og þiggjendur í hinu stóra bókhaldi guðdómsins. Nú er tími umhyggju og samstöðu. Síðar kemur að tíma uppgjörsins þegar reikningar verða greiddir og sagan skrifuð,“ sagði biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, í messu í Seltjarnarneskirkju klukkan 11 í morgun.

Þorgerður Katrín kallar eftir stöðugleika

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að umræða um tengsl Íslendinga við Evrópusambandið verði ekki lengur háð á sömu forsendum og verið hafi til þessa.

Eldur í ruslagámi við Hólabrekkuskóla

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti eld í ruslagámi við Hólabrekkuskóla í Breiðholti í nótt auk þess að dæla vatni út úr íbúðarhúsnæði við Skúlagötu

Nokkuð um ölvunarakstur í nótt

Talsvert var af fólki í miðbæ Reykjavíkur í nótt en ölvun lítil að sögn lögreglu. Sex manns eru grunaðir um ölvunarakstur eftir nóttina og einn um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Kreppan stórbætir umferðarmenningu

Lögreglan á Blönduósi stöðvaði ekki einn einasta ökumann fyrir of hraðan akstur í dag. Þegar vakthafandi varðstjóri var inntur skýringa á því hvað slík rólegheit ættu að þýða hjá frægustu hraðagildru landsins

Ingibjörg Sólrún heim í næstu viku

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra er væntanleg til landsins um miðja næstu viku. Niðurstöður rannsókna sem hún gekkst undir í gær voru góðar, að sögn Kristrúnar Heimisdóttur, aðstoðarmanns hennar, og töldu læknar því að henni væri óhætt að ferðast heim.

Rennsli Skaftár sextánfaldast

Rennsli Skaftár hefur sextánfaldast frá því að hlaup hófst í ánni í morgun og mældist nú síðdegis 1.100 rúmmetrar á sekúndu við Sveinstind.

Vilja Sparisjóð Mýrasýslu aftur

Byggðaráð Borgarbyggðar hefur óskað eftir viðræðum við ríkisstjórn Íslands um framtíð Sparisjóðs Mýrasýslu með það í huga að færa eignarhaldið aftur heim í hérað. Þetta er gert í ljósi þess hvernig staða Kaupþings er nú og að stofnuð hefur verið skilanefnd yfir bankann innanlands.

Mannið ykkur upp og styðjið Íslendinga

Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Noregi, Siv Jensen, formaður Framfaraflokksins, lýsti í ræðu á flokksráðstefnu í Björgvin í dag, miklum áhyggjum vegna væntanlegs risaláns Íslands frá Rússlandi og taldi að það gæti haft alvarlegar pólitískar afleiðingar fyrir norðurslóðir.

Kraumandi ferðatilboð til ódýrustu höfuðborgar norðursins

Reykjavík er orðin ódýrasta höfuðborg á Norðurlöndum í kjölfar hinna efnahagslegu hamfara sem Ísland hefur sætt og vefútgáfa Jyllandsposten danska gerir sér mat úr þessu með því að hafa ferðaábendingu vikunnar Íslandsferð.

Nýja-Ísland, hvenær kemur þú?

„Getum við byrjað að reka Nýja-Ísland með gamla gjaldmiðlinum?“ spurði Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins, í viðtali við Björn Inga Hrafnsson í þættinum Markaðurinn með Birni Inga nú fyrir hádegið.

Stórt Skaftárhlaup hafið úr eystri katli

Hlaup er hafið í Skaftá og er um stórt hlaup að ræða úr eystri katlinum. Að sögn Snorra Zóphóníassonar hjá Vatnamælingum gaf sjálfvirkur mælir við Sveinstind aðvörun klukkan sjö í morgun.

Slasaðist er heimatilbúinn flugeldur sprakk

Maður um tvítugt slasaðist töluvert á hendi og hlaut skurð á enni þegar heimatilbúinn flugeldur sprakk í höndum hans í Hafnarfirði um ellefuleytið í gærkvöldi.

Eldur í gaskút í garðhúsi

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að heimahúsi í Hafnarfirði um fjögurleytið í nótt vegna elds í garðhúsi. Kviknaði hafði í gaskút í garðhúsinu og brotnuðu nokkrar rúður.

Skírteinið upptækt eftir ofsahraða á Sæbrautinni

Einn var tekinn fyrir of hraðan akstur á Sæbrautinni í nótt. Hann ók á 121 kílómetra hraða miðað við klukkustund en hámarkshraði þar er 60. Ökumaðurinn er nítján ára og bíður hans sekt og ökuleyfissvipting.

Hraðakstur og innbrot í umdæmi Borgarneslögreglu

Lögreglan í Borgarnesi hafði afskipti af einum ökumanni í nótt vegna gruns um ölvun við akstur. Þá varð þriggja bíla árekstur við Hvalfjarðargöngin í gærkvöldi en þar var að sögn lögreglu aðeins um minni háttar nudd að ræða.

Lögreglan leitar enn að strokupilti

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að Viðari Marel Magnússyni en ýst var eftir Viðari í gærkvöldi. Ekki hefur lögreglu tekist að hafa upp á Viðari en vitað er af honum einhversstaðar á höfuðborgarsvæðinu.

Hollendingur hringdi í Björn

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra segist hafa fengið símtal frá Hollendingi síðdegis á bloggsíðu sinni í kvöld. Hann segir Hollendinginn hafa lýst því hversu illa væri talað um Ísland og Íslendinga í Hollandi.

Sjá næstu 50 fréttir