Innlent

Orðspor Íslands hefur skaðast mikið

Breki Logason skrifar

Róbert Marhsall aðstoðarmaður samgönguráðherra á sæti í starfshópi sem vinnur að aðgerðaráætlun sem miðar að því að endurheimta traust á Íslandi. Hópurinn er fjölbreyttur en í honum eru m.a. tveir aðrir aðstoðarmenn ráðherra, fólk sem tengist almannatengslageiranum auk aðila frá Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands. Róbert segir ljóst að orðspor Íslands hafi skaðast mikið að undanförnu.

„Við höfum kallað til okkur fræðinga í þessum efnum og þeirra sem eiga hagsmuna að gæta ef svo má segja," segir Róbert en hópurinn hóf störf í síðustu viku og hefur fundað stíft síðan þá.

„Við erum að klára áætlun um þessi mál en það er ljóst að orðspor okkar hefur skaðast í því gerningarveðri sem gengið hefur yfir."

Róbert segir að verkefni hópsins sé fyrst og fremst að samstilla málflutning íslendinga sem eru í alþjóðlegum samskiptum.

„Ef við komum fram sem samstilltur kór þá hjálpar það."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×