Innlent

Hin norrænu ríkin munu styðja við bakið á Íslendingum

MYND/Reuters

Danir munu gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að styðja við bakið á Íslendingum í þeirri kreppu sem nú er í landinu. Þetta sagði Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, í dag.  

Fram kemur á fréttavef Berlingske Tidende að Rasmussen hafi setið fyrir svörum hjá erlendum fréttamönnum þar sem Ísland bar á góma. Þar sagði hann að norrænu löndin myndi gera það sem sem þau gætu til að styðja Ísland, ekki bara á móralska sviðinu heldur einnig á hinu efnahagslega. Vísaði Rasmussen þar til gjaldeyrisskiptasamninga sem Seðlabankar í Skandinavíu hafa gert við þann íslenska.

Berlingske fjallar um áhrif bankakreppunnar hér á landi og segir hana koma illa niður á Íslendingum búsettum í Danmörku. Þar sem gengi íslensku krónunnar hafi hrunið hafi námslán og stuðningur frá íslenskum stjórnvöldum minnkað í dönskum krónum talið. Segir Berlingske að um 1400 Íslendingar í Danmörku reiði sig á félagslegan stuðning og námslán frá Íslandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×