Innlent

Bretar lána Landsbankanum hundrað milljónir punda

Alistair Darling.
Alistair Darling.

Bresk stjórnvöld ætla að lána Landsbankanum hundrað milljónir punda, jafnvirði um 20 milljarða króna, til þess að sjá til þess að breskir viðskiptavinir bankans fái þá fjármuni sem þeir lögðu í bankanna aftur.

Þetta kom fram í umræðum í breska þinginu fyrir stundu þar sem Alistair Darling, fjármálaráðherra, kynnti aðgerðir breskra stjórnvalda gegn bankakreppunni. Ríkin tvö hafa átt í viðræðum um málið og virðist sem sátt sé að nást í því ef marka má orð Darlings.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×