Fleiri fréttir

Segir sig úr bankaráði Seðlabankans

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sem situr í bankaráði Seðlabankans ætlar að segja sig úr stjórn bankans. Hún mun tilkynna forseta alþingis um afsögn sína í kvöld. Sigríður segir Seðlabankann bera mikla ábyrgð á þeim mistökum sem gerð hafa verið undanfarið og telur að mikilvægt sé að sátt ríki meðal þjóðarinnar um stjórn Seðlabankans.

Brown: „Afstaða Íslendinga algjörlega óásættanleg“

Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, segir að framkoma íslenskra stjórnvalda í garð breta vegna fjármálakrísunnar sé „algjörlega óásættanleg“. Þetta kom fram í máli forsætisráðherrans þegar hann ræddi við breska fjármálamenn í dag. Hann sagði einnig að ríkisstjórnin breska væri enn að íhuga lögsókn ef vandamál varðandi íslensku bankana verða ekki leyst.

Forsætisráðherra kallar Helga Seljan fífl og dóna

Geir Haarde kallaði Helga Seljan fréttamann Kastljóssins fífl og dóna á blaðamannafundi í Iðnó í dag. Helgi reyndi á fundinum að bera fram spurningu en Geir greip fram í fyrir honum og lauk fundinum.

Reynt að lágmarka tjón almennings

„Allar þessar málalyktir hvað varðar Kaupþing eru gríðarleg vonbrigði," sagði Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra á blaðamannafundi sem hann og Geir Haarde héldu í Iðnó í dag. Hann sagði að fyrir fáeinum dögum hefði allt útlit verið fyrir það að Kaupþing myndi komast yfir hamfarirnar sem dynji á heiminum.

Bretar tryggja eðlileg og venjuleg viðskipti milli landanna

Geir H. Haarde forsætisráðherra ræddi við Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, fyrr í dag og segir að Bretar muni gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að tryggja að eðlileg og venjuleg viðskipti geti farið fram á milli landanna.

Þjónustunet vegna aðstæðna á fjármálamarkaði opnað

Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur sett á fót samræmt þjónustunet vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði til að auðvelda fólki aðgang að upplýsingum, nýtt vefsvæði, grænt símanúmer, fyrirspurnalínu og netspjall.

Þrír í gæsluvarðhald vegna fíkniefnasmygls

Þrír karlmenn á aldrinum 17 til 28 ára hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 14. október næstkomandi að kröfu fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Lundey landaði 730 tonnum í Vopnafirði

Lundey NS kom til Vopnafjarðar nú upp úr hádeginu með alls um 730 tonn af síld. Aflinn fékkst aðallega á Jan Mayensvæðinu en að sögn Stefáns Geirs Jónssonar, sem er skipstjóri í þessari veiðiferð, var einnig tekið eitt hol í Síldarsmugunni.

Árni Matt: Fráleitt að samtalið við Darling hafi sett allt á hvolf

Árni Mathiesen, fjármálaráðherra telur af og frá að Alistair Darling fjármálaráðherra Breta hafi lagt þann skilning í samtal þeirra kollega á þriðjudaginn að Íslendingar myndu ekki bæta breskum sparifjáreigendum hjá Icesave, tap sitt. Mbl.is segist hafa heimildir fyrir því innan úr fjármálaráðuneytinu breska að samtal ráðherranna hafi orðið til þess að allt fór á hvolf í Bretlandi í gær. Árni segist draga mjög í efa að samtalið hafi haft þessi áhrif.

Fresta stokk undir Geirsgötu og Mýrargötu

Borgarráð hefur að tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra samþykkt að fresta fyrirhuguðum framkvæmdum við byggingu stokks undir Geirsgötu og Mýrargötu. Tillagan var samþykkt samhljóða á fundi borgarráðs í morgun.

Stjórnarandstaðan vill fund með ríkisstjórn um ástandið

Formenn stjórnarandstöðuflokkanna kröfðust þess á Alþingi í morgun að verða upplýstir um stöðu efnahagsmála eftir þróun síðustu daga. Forsætisráðherra sagði sjálfsagt að flytja þinginu skýrslu um málið þegar allar upplýsingar sem eðlilegt væri að opinbera lægju fyrir.

Menn á nokkurs konar neyðarvakt

Forseti ASÍ segir menn vera á nokkurs konar neyðarvakt, ekki sé verið að huga að hugsanlegri endurskoðun kjarasamninga í ástandi sem breytist nánast frá klukkutíma til klukkutíma.

Aðeins á eftir að auglýsa jarðarför peningamálastefnunnar

Peningamálastefna Seðlabankans er löngu dauð og það á aðeins eftir að auglýsa jarðarförina, segir Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viðskiptaráðherra, menntamálaráðherra og iðnaðarráðherra kalla allir eftir tafarlausri lækkun stýrivaxta.

Vilja reka seðlabankastjóra

Ungir framsóknarmenn krefjast þess að bankastjórn Seðlabanka Íslands verði sett af hið snarasta og stýrivextir lækkaðir í kjölfarið. Þeir beina orðum sínum sérstaklega að Samfylkingunni.

Móðurfélag álþynnuverksmiðju selt að hluta

Móðurfélag álþynnuverksmiðjunnar á Akureyri hefur verið selt frá Ítalíu til Þýskalands. Verksmiðjan í Eyjafirði er ekki sögð í hættu, þrátt fyrir breytt eignarhald. En hnökrar hafa komið upp milli félagsins og verðandi starfsmanna.

Biðlistar í sólarlandarferðir

Fólk verður að halda áfram að lifa lífinu. Menn ætla ekkert að grafa sig niður í skotgrafir," segir Helgi Jóhannsson, stjórnarformaður Ferðaskrifstofu Íslands ehf. Svimandi hátt gengi undanfarinna daga virðist ekki hafa hrætt sólardýrkendur frá ferðum sínum. Næsti viku halda um átta hundruð manns út í sólina á vegum ferðaskrifstofa félagsins.

Lífeyrisréttindi munu skerðast

Lífeyrisréttindi landsmanna munu skerðast. Þetta segir stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Gunnar Páll Pálsson. Sjóðirnir taka á sig verulegan skell vegna ríkisvæðingar bankanna.

Vilja faglega ráðinn seðlabankastjóra

Þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp sem felur í sér að ráðið sé faglega í starf seðlabankastjóra og embættið auglýst. Sé um að ræða stöðu formanns bankastjórnar skuli það tekið fram.

Mæðrastyrksnefnd Kópavogs fékk fallegan útivistarfatnað

Mæðrastyrksnefnd Kópavogs fékk á dögunum nokkuð af fallegum útivistarfatnaði fyrir börn, ásamt fjölbreyttu úrvali af peysum og bolum á fullorðna einstaklinga. Það var fyrirtækið Hexa sem gaf vörurnar. Í tilkynningu frá Hexa er haft eftir forráðamönnum Mæðrastyrksnefndarinnar að mikil þörf sé á vörum af öllu tagi allt árið og hafi þörfin aukist mikið að undanförnu. Nú sé nefndin að safna vörum til jólaúthlutunar.

Opinber rannsókn á Hafskipsmálinu

Ríkissaksóknari mun fela lögreglustjóra að annast opinbera rannsókn á Hafskipsmálinu svokallaða. Lögfræðingarnir Ragnar Aðalsteinsson og Sigríður Rut Júlíusdóttir fóru 2. október fram á það fyrir hönd Björgólfs Guðmundssonar, Páls Braga Kristjónssonar, Helgu Thomsen, Þórðar H. Hilmarssonar og Helga Magnússonar að málið verði rannsakað.

Starfsmenn Landsbanka í London áhyggjufullir

Fullkomin óvissa ríkir um starfsmenn Landsbankans í London er þar vinna á annað hundrað manns. Einn starfsmaður bankans sem Vísir ræddi við í morgun segir að margir starfsmenn séu í mjög vondum málum. Til að mynda fjölskyldufólk sem hefur skuldbundið sig í langtíma leigusamninga og jafnvel húsnæðislán sem er erfitt að losna út úr.

Geir boðar til blaðamannafundar

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 15 í Iðnó. Ekki fengust upplýsingar í forsætisráðuneytinu hvort að Geir verði einn til svara á fundinum.

Um 550 starfsmenn Landsbankans missa vinnuna

Um 1000 manns munu starfa hjá Nýja Landsbanka sem tók til starfa í morgun. Allir koma úr röðum núverandi starfsmanna Landsbankans, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá bankanum.

Kauphöllinni lokað fram á mánudag

Kauphöll Íslands hefur verið lokað fram á mánudag vegna óvenjulegra markaðsaðstæðna eins og segir í tilkynningu. Er þar væntanlega vísað til hruns íslensku bankanna þriggja sem voru skráðir í Kauphöllina.

Össur vill slá skjaldborg um sparisjóðina

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, vill slá skjaldborg um þá sparisjóði sem eru vel reknir og hafa sterkar vaxtalínur inn í framtíðina. Þetta kom fram í þættinum Bylgjunni í bítið fyrr í morgun.

Þrír ráðherrar vilja umtalsverða stýrivaxtalækkun

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra vilja öll að Seðlabankinn lækki stýrivexti umtalsvert og það hið fyrsta.

Lenti í Keflavík með meðvitundarlausan farþega

Farþegaþota frá Continental-flugfélaginu á leið frá Þýskalandi til Bandaríkjanna lenti á Keflavíkurflugvelli undir kvöld í gær, þar sem einn farþeganna hafði misst meðvitund.

Fundað í Stjórnarráðinu og víðar

Geir H. Haarde, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Össur Skarphéðinsson funduðu í Stjórnarráðinu nú í kvöld. Fundinum lauk um hálf tíu leytið en þá fór Geir heim til sín í fylgd tveggja lögreglumanna frá Ríkislögreglustjóra.

Sullenberger býður upp á FL Group á ensku

„Vegna fjölda áskorunar fólks og þar sem fjöldi allur af erlendum blaðamönnum eru nú staddir á Íslandi hef ég ákveðið að gera FL Group myndböndin á Ensku,“ segir Jón Gerald Sullenberger í pósti sem barst Vísi fyrr í kvöld.

Kaupþingsmenn á fund Fjármálaeftirlitsins

Forsvarsmenn Kaupþings, þeir Sigurður Einarsson stjórnarformaður og Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri, komu fyrir stundu út úr Fjármálaeftirlitinu en vildu ekki tjá sig um erindi sitt þangað. Sögðu þeir að tilkynningar yrði að vænta á morgun.

Sjálfstæðismenn vilja flýta álveri á Bakka

Á aðalfundi sjálfstæðisfélags Suður-Þingeyinga var samþykkt ályktun um að skora á stjórnvöld að hraða undirbúningi við álver á Bakka við Húsavík, þannig að framkvæmdir geti hafist sem fyrst. Telja sjálfstæðismenn þetta sérlega mikilvægt í ljósi síðustu atburða í efnahagsmálum, þar sem í ljós hefur komið nauðsyn þess að skjóta fleiri stoðum undir íslenskt efnahagslíf.

Sjá næstu 50 fréttir