Innlent

Aukin ráðgjöf í þjónustumiðstöðvum borgarinnar - Boðið upp á áfallahjálp

Ráðhúsið í Reykjavíkurborg.
Ráðhúsið í Reykjavíkurborg.

Á fundi borgarráðs í morgun var kynnt áætlun velferðarráðs Reykavíkurborgar vegna stöðu efnahagsmála. Velferðarsvið eins og önnur svið borgarinnar hefur gert ráðstafanir til að aðlaga sig að þeim aðstæðum sem nú ríkja í þjóðfélaginu.

,,Mikilvægt er að bregðast hratt við, efla aðgengi og ráðgjafaþjónustu sem í boði er á þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar og bæta í þar sem telja má líklegt að þörfin verði mest," segir í tilkynningu.

Aðgerðir til skemmri tíma miða að samhæfingu aðgerða velferðarsviðs Reykjavíkurborgar við áætlanir félagsmála- og heilbrigðisyfirvalda.

Einnig aukinni samvinnu við stofnanir á borð við Ráðgjafastofu heimilanna, heilsugæslu, Vinnumálastofnun, Rauða Krossinn, stéttarfélög og Alþjóðahús.

Þá verður boðið upp á sérstaka áfallahjálp og sálfræði- og félagsráðgjöf á þjónustumiðstöðvum borgarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×