Innlent

Fundað í Stjórnarráðinu og víðar

Stjórnarráðið
Stjórnarráðið

Geir H. Haarde, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Össur Skarphéðinsson funduðu í Stjórnarráðinu nú í kvöld. Fundinum lauk um hálf tíu leytið en þá fór Geir heim til sín í fylgd tveggja lögreglumanna frá Ríkislögreglustjóra.

Víða er fundað í kvöld og fréttamenn Vísis fylgjast með ástandinu. Meðal annars fundað í húsakynnum Fjármálaeftirlitsins við Suðurlandsbraut. Þar eru meðal annars menn frá Landsbankanum. Nokkur hópur manna er einnig við fundarhöld í höfuðstöðvum Kaupþings þar sem einnig er mikill fjöldi fréttamanna.

Þar bíða menn eftir því hvort skilanefnd frá Fjármálaeftirlitinu mæti á svæðið og fara inn í bankanna líkt og gert var við Gllitni og Landsbankanna síðustu tvö kvöld þessarar viku.

Vísir heldur áfram að fylgjast með framvindu mála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×