Innlent

Starfsmenn Landsbanka í London áhyggjufullir

London
London

Fullkomin óvissa ríkir um starfsmenn Landsbankans í London er þar vinna á annað hundrað manns. Einn starfsmaður bankans sem Vísir ræddi við í morgun segir að margir starfsmenn séu í mjög vondum málum. Til að mynda fjölskyldufólk sem hefur skuldbundið sig í langtíma leigusamninga og jafnvel húsnæðislán sem er erfitt að losna út úr.

Dæmi eru um starfsmenn sem hafa sett sparnað sinn í IceSave og komast ekki í hann.

Starfsmenn Landsbankans héldu símafund í morgun en þar kom fram að lítil svör hafa fengist við áhyggjum starfsfólks. Til dæmis hefur starfsfólkinu ekki verið sagt hvort London starfsemi Landsbankans sé hluti af nýja Landsbankanum sem tók til starfa í morgu, eða hinum gamla sem líklega verður látin róa ásamt skuldum.

Þá veit enginn hvort útibúið sé í greiðslustöðvun eða hreinlega gjaldþrota.

Öll þessi óvissa er að sögn starfsmannsins sem Vísir ræddi við afar þungbær.

Starfsmenn hafa fengið þær upplýsingar að þeir fái laun næstu mánaðarmót en aðrar tryggingar hafa þeir ekki fengið.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×