Innlent

Um 550 starfsmenn Landsbankans missa vinnuna

Um 1000 manns munu starfa hjá Nýja Landsbanka sem tók til starfa í morgun. Allir koma úr röðum núverandi starfsmanna Landsbankans, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá bankanum.

Í samtali við Vísi á þriðjudag sagði formaður starfsmannafélags bankans, Helga Jónsdóttir, að um 1550 manns störfuðu hjá bankanum. Helga sagðist í samtali við Markaðinn í morgun ekki geta sagt nákvæmlega til um hversu margir missa vinnuna en að hins vegar megi leiða að því líkur að þeir séu um 550.

Samkvæmt heimildum Vísis starfa flestir þeir sem missa vinnuna á verðbréfasviði.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×