Vilja faglega ráðinn seðlabankastjóra 9. október 2008 11:46 MYND/GVA Þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp sem felur í sér að ráðið sé faglega í starf seðlabankastjóra og embættið auglýst. Sé um að ræða stöðu formanns bankastjórnar skuli það tekið fram. Þá vilja framsóknarmenn að þess verði krafist að bankastjórar hafi háskólamenntun, reynslu og þekkingu á peningamálum og öðrum efnahagsmálum. í greinargerð með frumvarpinu segir að markmið þess sé að tryggja að faglega sé staðið að ráðningu seðlabankastjóra og að ákvarðanir við beitingu stjórntækja Seðlabanka Íslands í peningamálum séu teknar á faglegum forsendum. Verulegu máli skiptir fyrir trúverðugleika og ímynd bankans hvernig staðið sé að skipan seðlabankastjóra. „Það má engum blandast hugur um að þeir sem eru skipaðir í embætti séu ekki aðeins hæfir til að gegna því heldur séu þeir hæfastir í hópi þeirra sem völ er á. Trúverðugleiki hvers seðlabanka er honum afar mikilvægur. Því má enginn vafi leika á því að Seðlabankinn sé sjálfstæður og starfi á faglegum forsendum," segir í greinargerðinnii. Bent er á að samkvæmt núgildandi lögum skipi forsætisráðherra formann bankastjórnar Seðlabankans og aðra bankastjóra til sjö ára í senn. Ekki sé skylt að auglýsa þessi embætti til umsóknar. „Ljóst er að forsætisráðherra er veitt skipunarvaldið án nokkurs aðhalds frá Alþingi, ríkisstofnunum eða fjármálamarkaðinum. Ekki eru gerðar sérstakar kröfur til umsækjenda í lögunum né þarf að fara fram sérstakt mat á þeim sem ætlað er að gegni starfinu," segja framsóknarmenn. Einnig er lagt til í frumvarpinu að birtar verði fundargerðir vaxtaákvarðanafunda bankastjórnar Seðlabankans. Í fundargerð skuli gerð grein fyrir forsendum ákvörðunarinnar og þeim markmiðum sem eiga að nást með henni. „Flutningsmenn þessa frumvarps telja að það sé nauðsynlegt fyrir fjármálalífið að það fái upplýsingar um á hvaða grunni þessar ákvarðanir séu teknar. Gagnrýnt hefur verið af hálfu fjármálafyrirtækja að forsendur og markmið stýrivaxtaákvarðana séu ekki uppi á borðinu. Sú breyting sem hér er lögð til er fyrst og fremst sett fram til að auka tiltrú á Seðlabankanum og auka gagnsæi stýrivaxtaákvarðana bankans. Um leið fengi bankinn nauðsynlegt aðhald og málefnaleg umræða mundi aukast. Það er mat flutningsmanna þessa frumvarps að trúverðugleiki bankans hvað varðar stjórn peningamála verði ekki tryggður nema jafn stórar ákvarðanir og þessar séu uppi á borðinu," segir enn fremur í greinargerðinni. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp sem felur í sér að ráðið sé faglega í starf seðlabankastjóra og embættið auglýst. Sé um að ræða stöðu formanns bankastjórnar skuli það tekið fram. Þá vilja framsóknarmenn að þess verði krafist að bankastjórar hafi háskólamenntun, reynslu og þekkingu á peningamálum og öðrum efnahagsmálum. í greinargerð með frumvarpinu segir að markmið þess sé að tryggja að faglega sé staðið að ráðningu seðlabankastjóra og að ákvarðanir við beitingu stjórntækja Seðlabanka Íslands í peningamálum séu teknar á faglegum forsendum. Verulegu máli skiptir fyrir trúverðugleika og ímynd bankans hvernig staðið sé að skipan seðlabankastjóra. „Það má engum blandast hugur um að þeir sem eru skipaðir í embætti séu ekki aðeins hæfir til að gegna því heldur séu þeir hæfastir í hópi þeirra sem völ er á. Trúverðugleiki hvers seðlabanka er honum afar mikilvægur. Því má enginn vafi leika á því að Seðlabankinn sé sjálfstæður og starfi á faglegum forsendum," segir í greinargerðinnii. Bent er á að samkvæmt núgildandi lögum skipi forsætisráðherra formann bankastjórnar Seðlabankans og aðra bankastjóra til sjö ára í senn. Ekki sé skylt að auglýsa þessi embætti til umsóknar. „Ljóst er að forsætisráðherra er veitt skipunarvaldið án nokkurs aðhalds frá Alþingi, ríkisstofnunum eða fjármálamarkaðinum. Ekki eru gerðar sérstakar kröfur til umsækjenda í lögunum né þarf að fara fram sérstakt mat á þeim sem ætlað er að gegni starfinu," segja framsóknarmenn. Einnig er lagt til í frumvarpinu að birtar verði fundargerðir vaxtaákvarðanafunda bankastjórnar Seðlabankans. Í fundargerð skuli gerð grein fyrir forsendum ákvörðunarinnar og þeim markmiðum sem eiga að nást með henni. „Flutningsmenn þessa frumvarps telja að það sé nauðsynlegt fyrir fjármálalífið að það fái upplýsingar um á hvaða grunni þessar ákvarðanir séu teknar. Gagnrýnt hefur verið af hálfu fjármálafyrirtækja að forsendur og markmið stýrivaxtaákvarðana séu ekki uppi á borðinu. Sú breyting sem hér er lögð til er fyrst og fremst sett fram til að auka tiltrú á Seðlabankanum og auka gagnsæi stýrivaxtaákvarðana bankans. Um leið fengi bankinn nauðsynlegt aðhald og málefnaleg umræða mundi aukast. Það er mat flutningsmanna þessa frumvarps að trúverðugleiki bankans hvað varðar stjórn peningamála verði ekki tryggður nema jafn stórar ákvarðanir og þessar séu uppi á borðinu," segir enn fremur í greinargerðinni.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira