Innlent

Biðlistar í sólarlandarferðir

sev skrifar
Margir vilja í sólina í efnahagsfárviðrinu.
Margir vilja í sólina í efnahagsfárviðrinu.
Fólk verður að halda áfram að lifa lífinu. Menn ætla ekkert að grafa sig niður í skotgrafir," segir Helgi Jóhannsson, stjórnarformaður Ferðaskrifstofu Íslands ehf. Svimandi hátt gengi undanfarinna daga virðist ekki hafa hrætt sólardýrkendur frá ferðum sínum. Næsti viku halda um átta hundruð manns út í sólina á vegum ferðaskrifstofa félagsins.

Fullt er í allar sólarlandaferðir hjá félaginu í október, og biðlistar eftir plássum. Helgi segir þó að margir stytti þó ferðir sínar, og velji ódýrari hótel.

Helgi segir að vissulega hafi dregið úr bókunum fram í tímann. Fólk vilji bíða og sjá hvernig efnahagsmálin þróist. Hann segir þó ekki vita til þess að fólk hafi hætt við þegar bókaðar ferðir vegna óvissu um gengið. „Forsvarsmenn þjóðarinnar eru búnir að gefa það sterklega til kynna að það sé dagspursmál hvenær hún styrkist. Ég held að menn séu að taka mark á því," segir Helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×