Innlent

Lífeyrisréttindi munu skerðast

Lífeyrisréttindi landsmanna munu skerðast. Þetta segir stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Gunnar Páll Pálsson. Sjóðirnir taka á sig verulegan skell vegna ríkisvæðingar bankanna.

Burðarmestu lífeyrissjóðirnir - LSR, Lífeyrissjóður Verslunarmanna og Gildi - eru á lista yfir stærstu hluthafa í bönkunum, en eignir þeirra eru nú orðnar verðlitlar. Gunnar Páll Pálsson, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, segir stöðuna grafalvarlega.

Skerðing á lífeyrisréttindum virðist óumflýjanleg en hún mun væntanlega ekki koma til fyrr en eftir áramót og erfitt að segja hversu mikil hún verður - ekki er þó óvarlegt að hún verði 5 prósent eða meira.

Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna, sem fréttastofa náði tali af í morgun, vilja taka fram að fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að það sé að tapa öllum sínum lífeyri, því aðrar eignir lífeyrissjóðanna séu sterkar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×