Innlent

Þrír ráðherrar vilja umtalsverða stýrivaxtalækkun

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra vilja öll að Seðlabankinn lækki stýrivexti umtalsvert og það hið fyrsta.

Þetta kom fram í þættinum Bylgjan í bítið í morgun þar sem þau voru gestir.

Pétur Blöndal, formaður efnhags- og skattanefndar, var einnig gestur í þættinum og talaði hann líkt og ráðherrarnir fyrir stýrivaxtalækkun.

Upptökur úr þættinum er hægt að nálgast hérna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×