Innlent

Femínistafélagið segir karllæg gildi þurfa að víkja

Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt. MYND/Amptoons.com

Forræði karllægra gilda með gróðasjónarmið, fífldirfsku og eiginhagsmunasemi að leiðarljósi, verður að linna, segir í ályktun Femínistafélags Íslands, vegna stöðunnar í íslenskum efnahagsmálum.

Ísland riði á barmi gjaldþrots og hugmyndakerfi kapítalismans og frjálshyggjunnar séu fallin. Reynslan sýni að þau ríki, sem hafa notið leiðsagnar kvennavið uppbyggingu eftir samfélagslegt hrun, standi betur en önnmur. Skipa eigi nýtt fólk til stefnumótunar, jafnt konur sem karla, segir í ályktun femínistafélagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×