Stjórnarandstaðan vill fund með ríkisstjórn um ástandið 9. október 2008 13:34 MYND/GVA Formenn stjórnarandstöðuflokkanna kröfðust þess á Alþingi í morgun að verða upplýstir um stöðu efnahagsmála eftir þróun síðustu daga. Forsætisráðherra sagði sjálfsagt að flytja þinginu skýrslu um málið þegar allar upplýsingar sem eðlilegt væri að opinbera lægju fyrir. Til stóð að óundirbúinn fyrirspurnartími yrði á Alþingi í dag en þingmenn höfðu fengið þau skilaboð að Geir H. Haarde forsætisráðherra kæmist ekki eins og til stóð. Hann var hins vegar mættur við upphaf þingfundar og gagnrýndi Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, ef menn ætluðu sér að ræða stöðu efnahagsmála undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir. Það væri ekki hægt að ræða svo stór mál í tveggja mínútna rökræðum og því bæri forsætisráðherra að sjá sóma sinn í að flytja skýrslu um stöðu mál. Forsætisráðherra hefði tíma fyrir blaðamannafundi og hann hlyti að hafa tíma fyrir Alþingi líka. Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, benti á að listi yfir þá ráðherra sem yrðu viðstaddir fyrirspurnartíma hefði verið sendur út á föstudag. Síðan þá hefði ýmislegt breyst. Forsætisráðherra hefði hins vegar komið á þing og væri reiðubúinn að svara óundirbúnum fyrirspurnum þingmanna. Bæði Guðjón Arnar Krisjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, og Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, tóku undir orð Steingríms og vildu láta endurskoða dagskrá þingsins svo hægt væri að ræða málið betur. Sagði Guðni að stjórnarandstaðan vildi fá fund með ríkisstjórninni. Það gengi ekki að þingið væri flutt á blaðamannafundi út í bæ. Stjórnarandstaðan hefði engin gögn eða upplýsingar um málið þrátt fyrir samstarf við ríkisstjórnarflokkana á mánudag þegar lög um efnahagslífið hefðu verið sett. Geir H. Haarde svaraði því til að það væri sjálfsagt að flytja þinginu skýrslu þegar ríkisstjórnin hefði allar þær upplýsingar sem eðlilegt væri að opinbera. Það væri mikilvægt að forystumenn stjórnarflokkanna ættu trúnaðarsamtöl við forystumenn stjórnarandstöðunnar. Hlutirnir gerðust mjög hratt þessa dagana og um væri að ræða miklar og alvarlegar breytingar á þjóðfélaginu. Hann sagðist myndu beita sér fyrir fundi með stjórnarandstöðunni og svo yrði skýrsla flutt á Alþingi við fyrsta hentugleika. Mest lesið Davos-vaktin: Trump hættur við tolla og segir lausn í sjónmáli Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna kröfðust þess á Alþingi í morgun að verða upplýstir um stöðu efnahagsmála eftir þróun síðustu daga. Forsætisráðherra sagði sjálfsagt að flytja þinginu skýrslu um málið þegar allar upplýsingar sem eðlilegt væri að opinbera lægju fyrir. Til stóð að óundirbúinn fyrirspurnartími yrði á Alþingi í dag en þingmenn höfðu fengið þau skilaboð að Geir H. Haarde forsætisráðherra kæmist ekki eins og til stóð. Hann var hins vegar mættur við upphaf þingfundar og gagnrýndi Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, ef menn ætluðu sér að ræða stöðu efnahagsmála undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir. Það væri ekki hægt að ræða svo stór mál í tveggja mínútna rökræðum og því bæri forsætisráðherra að sjá sóma sinn í að flytja skýrslu um stöðu mál. Forsætisráðherra hefði tíma fyrir blaðamannafundi og hann hlyti að hafa tíma fyrir Alþingi líka. Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, benti á að listi yfir þá ráðherra sem yrðu viðstaddir fyrirspurnartíma hefði verið sendur út á föstudag. Síðan þá hefði ýmislegt breyst. Forsætisráðherra hefði hins vegar komið á þing og væri reiðubúinn að svara óundirbúnum fyrirspurnum þingmanna. Bæði Guðjón Arnar Krisjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, og Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, tóku undir orð Steingríms og vildu láta endurskoða dagskrá þingsins svo hægt væri að ræða málið betur. Sagði Guðni að stjórnarandstaðan vildi fá fund með ríkisstjórninni. Það gengi ekki að þingið væri flutt á blaðamannafundi út í bæ. Stjórnarandstaðan hefði engin gögn eða upplýsingar um málið þrátt fyrir samstarf við ríkisstjórnarflokkana á mánudag þegar lög um efnahagslífið hefðu verið sett. Geir H. Haarde svaraði því til að það væri sjálfsagt að flytja þinginu skýrslu þegar ríkisstjórnin hefði allar þær upplýsingar sem eðlilegt væri að opinbera. Það væri mikilvægt að forystumenn stjórnarflokkanna ættu trúnaðarsamtöl við forystumenn stjórnarandstöðunnar. Hlutirnir gerðust mjög hratt þessa dagana og um væri að ræða miklar og alvarlegar breytingar á þjóðfélaginu. Hann sagðist myndu beita sér fyrir fundi með stjórnarandstöðunni og svo yrði skýrsla flutt á Alþingi við fyrsta hentugleika.
Mest lesið Davos-vaktin: Trump hættur við tolla og segir lausn í sjónmáli Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent