Fleiri fréttir

Lýst eftir 16 ára pilti

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að Viðari Marel Magnússyni. Hann fór frá unglingaheimilinu Háholti í Borgarnesi á mánudag, en þar hefur hann dvalið að undanförnu.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn svartsýnn á ástandið

Seðlabankar margra helstu ríkja heims lækkuðu stýrivexti sína í dag til að bregðast við fjármálakreppnunni. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir kreppuna sem dynji á heiminum þá verstu síðan á fjórða áratug síðustu aldar.

Ekkert fast í hendi

Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru hér á landi að fylgjast með þróun efnahagsmála, en stjórnvöld hafa enn ekki beðið þá um aðstoð. Forsætisráðherra segir að gengi íslensku krónunnar verði óstöðugt á næstunni. Hann ræddi við alla norrænu forsætisráðherrana í gær, en ekkert er fast í hendi.

Lögregla leitar að 6 ára einhverfum pilti í Breiðholti

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að sex ára gömlum pilti í Breiðholti. Pilturinn sem er einhverfur var staddur á leiksvæði við Fellaskóla í Breiðholti en lögreglu barst tilkynning um hvarf piltsins um fimm leytið í dag.

Íslensk kona fannst látin í Færeyjum

Íslensk kona á sjötugsaldri sem leitað hefur verið að í Færeyjum er fundin. Hún reyndist látin eftir því sem segir á vefnum Dimmalættingi.

Verkfæri í óskilum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú eiganda verkfæranna á meðfylgjandi mynd. Sá hinn sami getur vitjað þeirra á lögreglustöðinni við Hverfisgötu gegn framvísun staðfestingar á eignarhaldi.

Fundað með Rússum um lán á þriðjudag

Fulltrúar íslenskra stjórnvalda funda á þriðjudaginn með rússneskum stjórnvöldum um hugsanlegt lán Rússa til Seðlabanka Íslands. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde forsætisráðherra á blaðamannafundi í Iðnó.

Lögreglan varar við bankasvindlurum

Ríkislögreglustjóra er kunnugt um að almenningi hér á landi hafi borist símtöl erlendis frá þar sem fólki er boðið að leggja fjármuni sína inn á bankareikninga í útlöndum.

Reynt að koma í veg fyrir að allt fé í peningamarkaðssjóðum tapist

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, segir að verið sé að vinna að því að útfæra lausnir sem verði til þess að fólk sem lagt hefur sparnað sinn í peningamarkaðssjóði fái að minnsta kosti hluta þess sparnaðar bættan. Peningamarkaðssjóðir njóta ekki sömu verndar og aðrir innlánareikningar og því hefur litið út fyrir að þessi sparnaður fólks sé tapaður, fari bankarnir í þrot.

Ráðstafanir gerðar fyrir utanríkisviðskipti

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi gert ráðstafanir þannig að erlend viðskipti íslenskra fyrirtækja geti farið fram á eðlilegan hátt. Á blaðamannafundi Iðnó í dag kom fram að hnökrar hefðu verið á þessum viðskiptum en Seðlabankanum hefði verið falið að leysa hnúta og gefa út ábyrgðaryfirlýsingar til viðbótar við yfirlýsingum viðskiptabanka.

Íslenski sendiherrann fundaði í Downingstræti

Sendiherra Íslands í Bretlandi, Sverrir Haukur Gunnlaugsson, fór eftir hádegi í dag til fundar í Downingstræti 10 við háttsetta embættismenn í forsætisráðuneyti og fjármálaráðuneyti Bretlands.

Ísland hækkar á lista yfir samkeppnishæfni

Þrátt fyrir umrót í viðskiptalífinu undanfarið ár hækkar Ísland á lista Alþjóðaefnahagsráðsins um samkeppnishæfni þjóða úr 23. sæti 2007-2008 í 20. sæti 2008-2009.

Grunnþjónusta skerðist ekki á höfuðborgarsvæðinu

Þrátt fyrir að núverandi ástand hafi leitt til til versnandi fjárhags sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu verður lögð áhersla á að tryggja rekstur sveitarfélaganna með með óbreyttum hætti á komandi mánuðum og að öll grunn- og velferðarþjónusta sem þau veita íbúunum mun ekki skerðast.

Enginn vildi tala á Alþingi

Sú óvenjulega staða kom upp þegar þingfundur Alþingis hófst klukkan hálf tvö áðan þegar enginn þingmaður tók til máls undir liðnum störf þingsins.

Lengri biðröð en vanalega hjá Mæðrastyrksnefnd

Vikuleg afgreiðsla Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur hefst klukkan 14 og segir Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður nefndarinnar, að fjölmennari hópur en oft áður bíði nú eftir aðstoð. ,,Það er alltaf einhver biðröð og ég viðurkenni að hún er lengri en vanalega."

Árásarmanna enn leitað

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn tveggja manna sem eru grunaðir um rán og líkamsárás á Laugavegi um hálffjögurleytið aðfaranótt sunnudags.

Fleiri hringja út af fjárhagsvandræðum

Fleiri hringja í Hjálparsíma Rauða krossins en áður. ,,Við finnum fyrir auknum hringingum í tengslum við fjármálavanda fólks og kvíða út af því," segir Elfa Dögg Leifsdóttir, verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins 1717.

Seðlabankinn gefst upp á því að festa gengið

Tilraunir Seðlabanka Íslands til þess að fastsetja gengið hafa ekki borið tilætlaðan árangur og því hefur bankinn ákveðið að láta af þessum tilraunum. Í tilkynningu frá bankanum segir:

Segir kreditkortin eina vitið í ferðalagið

„Kreditkortin eru eina vitið,“ segir Helgi Jóhannesson, stjórnarformaður Ferðaskrifstofu Íslands, inntur heilræða til Íslendinga sem eru að leggja land undir fót með viljann að vopni og vonlítinn gjaldmiðil sem förunaut.

Læknar greiða atkvæði um kjarasamning

Kosning um samkomulag um nýjan kjarasamning sem samninganefnd Læknafélags Íslands og samninganefnd ríkisins komust að 1. október hófst í gær og stendur til hádegis 16. október. Kosningin er rafræn og fer fram í gegnum internetið.

Dæmdir fyrir tölvuþjófnað

Þrír menn hafa verið sakfelldir og dæmdir í skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir tölvuþjófnað á Suðurlandi.

Norðurlandabúum fjölgar um helming á einni öld

Norðurlandabúar eru nú um 25 milljónir eftir því sem segir í norrænu hagtöluárbókinni sem gefin er út árlega. Norðurlandabúar voru 12 milljónir árið 1900 og hefur fjöldi þeirra því tvöfaldast á rúmri öld. Á þessum tíma hefur Grænlendingum fjölgað nær fimmfalt, Íslendingum fjórfalt og Færeyingum þrefalt.

Ein tollgæsla - eitt tollumdæmi ályktar TFÍ

Einhugur er um það innan Tollvarðafélags Íslands að tollgæslan í landinu verði sameinuð undir eina stjórn og landið allt gert að einu tollumdæmi. Fjölmennur félagsfundur samþykkti ályktun þar að lútandi einróma í síðustu viku.

Innflutningsfyrirtæki finna glöggt fyrir gjaldeyrissveiflunum

„Við fylgjumst náið með gangi mála og sveiflur á gjaldeyrismarkaði hafa eðlilega mikil áhrif á innflutningsfyrirtæki,“ segir Edda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Karls K. Karlssonar ehf. sem flytur inn matvörur, kaffivélar og drykkjarvörur áfengar og óáfengar.

Extra Bladet safnaði fyrir Íslendinga

Extra Bladet hendir gaman að ástandinu á Íslandi og stóð fyrir söfnun fyrir eldfjallaeyju í kreppu sem rann á rassinn, eins og það er orðað.

Varað við fljúgandi hálku

Fljúgandi hálka er á Hellisheiði og þar hafa bílar farið út af. Einn hefur auk þess oltið og annar ekið á vírgirðingu á milli akreina, en enginn hefur slasast.

Banki í gjörgæslu Fjármálaeftirlitsins

Stjórn Landsbankans hefur verið vikið frá. Hluthafar bankans tapa öllu sínu. FME tryggir áframhaldandi rekstur í skjóli nýrra laga. Óvíst að staðan hefði komið upp með láni frá Bandaríkjamönnum, segir fjármálaráðherra.

Fjármálaeftirlitið tekur yfir Glitni

Fjármálaeftirlitið hefur skipað sérstaka skilanefnd um rekstur Glitnis, með vísan í 5. grein laga um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði. Stjórn Glitnis óskaði eftir því bréflega á mánudagskvöld að Fjármálaeftirlitið nýtti sér nýfengnar heimildir í lögum til að flýta fyrirhuguðum hluthafafundi til samþykktar á aukningu hlutafjár félagsins um 600 milljónir evra í samræmi við hlutafjárloforð ríkisins.

„Ég söng aldrei þennan útrásarsöng“

Davíð Oddsson seðlabankastjóri var gestur í Kastljósi Sjónvarpsins nú í kvöld og fór þar um víðan völl. Hann sagði m.a að sendinefnd á vegum Seðlabankans fari til Moskvu að ræða hugsanlegt lán á næstu dögum. Þar verði tekið á móti nefndinni með jákvæðu hugarfari og Pútín sjálfur hafi heimilað með undirskrift sinni að þessar viðræður færu fram.

Welding áfram forstjóri Glitnis

Glitnir banki hf. tilkynnir hér með að Fjármálaeftirlitið (FME) hefur ákveðið að taka yfir vald hluthafafundar Glitnis banka hf. og víkja félagsstjórn í heild sinni frá störfum þegar í stað. FME hefur skipað skilanefnd sem tekur við öllum heimildum stjórnar þegar í stað.

Íslendingar ættu að leita ráða hjá Norðmönnum

Íslendingar ættu að leita til Norðmanna eftir ráðgjöf í þeim þrengingum sem nú standa yfir í landinu, segir Rögnvaldur Hannesson, professor við Viðskiptaháskóla Noregs. Rætt er við hann á norska viðskiptavefnum e24.no þar sem farið er yfir atburði dagsins og þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að leita til Rússa um lán.

Stoltenberg vill veita Íslandi 500 milljóna evra lán

Í Kastljósi Sjónvarpsins kom fram að Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs héldi því fram að Noregur væri til í að veita Íslandi 500 milljón evra lán. Davíð Oddsson seðlabankastjóri sem þar var í viðtali svaraði því þannig til að allt væri hey í harðindum.

Þýskir fíkniefnasmyglarar áfram í gæsluvarðhaldi

Þýskur karlmaður á sjötugsaldri hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 18. nóvember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli almannahagsmuna.

Norðmenn vilja íslenska vini

Forsætisráðherra segir Íslendinga hafa þurft að leita sér nýrra vina í þrengingunum núna, eftir að rótgrónir vinir hafi ekki rétt hjálparhönd. Iðnaðarráðherra segir Bandaríkin gefa Íslendingum fingurinn. Fjármálaráðherra Noregs segir Norðmenn tilbúna í viðræður um aðstoð, en íslensk stjórnvöld hafi ekki leitað eftir henni.

Sjá næstu 50 fréttir