Innlent

Ísafjarðarbær leggur fram aðgerðaáætlun

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt sérstaka aðgerðaáætlun til að til að bregðast við breytingum á umhverfi í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar.

Stóraukins aðhalds verður gætt í innkaupum bæjarins og þá verður ráðgjöf og velferðarþjónusta til að leiðbeina einstaklingum og fjölskyldum efld.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur undir yfirlýsingu Kristjáns L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 10. október síðastliðnum um að verja grunnþjónustuna. Einnig er tekið undir mikilvægi þess að endurskoða fjárhagsáætlanir og forgangsraða upp á nýtt.

Ísafjarðarbær hyggst að svo stöddu ekki mæta þrengri fjárhagsstöðu með hækkunum á gjaldskrám fyrir grunnþjónustu eða með skerðingu á slíkri þjónustu.

Fjárheimildir verða ekki auknar á árinu 2008 heldur verður dregið úr innkaupum sem frekast er kostur með það að markmiði að ná fram sparnaði strax.

Þá hyggst Ísafjarðarbæ leitast eftir að tryggja endanlega fjármögnun þeirra verka sem lokið er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×