Innlent

Dæmdur fyrir að kýla dóttur sína í andlitið

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og sektað hann um 160 þúsund krónur fyrir ölvunarakstur og líkamsárás.

Manninum var gefið að sök að hafa í mars á þessu ári slegið dóttur sína í andlitið þannig að hún féll aftur fyrir sig og hlaut skurð á hnakka, glóðarauga og bólgur og mar víðar í andliti.

Þá var hann ákærður fyrir að hafa í sama mánuði ekið bíl ölvaður um götur Vestmannaeyja en förinni lauk uppi á snjóruðningi við garðvegg húss. Maðurinn játaði sök í málinu en við ákvörðun refsingar var horft til þess að maðurinn hefði náð sáttum við dóttur sína og fallist á að fara í meðferð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×